Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við nýja bálstofu rúmir 1,2 milljarðar

Kostnaður við nýja bálstofu rúmir 1,2 milljarðar

316
0
Mynd: Kirkjugarðaráð - Aðsent
Kostnaður við hönnun, byggingu og rekstur nýrrar bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð í Reykjavík er áætlaður 1.244 milljónir króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kirkjugarðsráðs sem gerð var að beiðni dómsmálaráðuneytisins.

<>

Kostnaðurinn felst í að ljúka við þær byggingar sem á eftir að reisa; bálstofu, líkhús og þrjú athafnarými; og kaupum á tveimur ofnum.

Framkvæmdir hófust 2005 að undangenginni samkeppni um hönnun þjónustubygginga og bálstofu við Gufuneskirkjugarð.

Fyrsta áfanga lauk í ársbyrjun 2008 þegar tekið var í notkun nýtt starfsmannahús. Við efnahagshrunið, síðar sama ár, frestuðust framkvæmdir við aðra hluta sem upphaflega átti að ljúka á árunum 2006-2020.

Í skýrslunni kemur fram að samanlagður árlegur kostnaður af rekstri og afborganum af langtímalánum, sem taka þarf, er metinn á 93-116 milljónir króna eftir því hve mikið eigið fé verður lagt til verkefnisins í upphafi.

Fjárhagslega útilokað að standa undir kostnaði

Í febrúar í fyrra skipaði Kirkjugarðaráð nefnd til að vinna áfram að málinu.

Á fundum nefndarinnar með ráðuneytisstjóra og embættismönnum dómsmálaráðuneytisins kom fram að framkvæmdastjórn og forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telji útilokað að Kirkjugarðarnir hafi fjárhagslegt bolmagn til að taka að sér að byggja og reka nýja bálstofu.

Því þurfi að endurskoða eignarhald og rekstur. Kirkjugarðaráð telur heppilegast að það verði samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélaga og kirkjugarða landsins. Skýrslan hefur verið kynnt Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra.

Heimild: Ruv.is