Home Fréttir Í fréttum Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi

Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi

364
0
Fulltrúar Arkitektafélags Íslands komu á fund byggðarráðs Borgarbyggðar í vikunni til að kynna þær leiðir sem hægt er að fara auk aðkomu félagsins að hugmyndasamkeppninni í nýja hverfinu. AÐSEND

Íbúafjöldi Borgarbyggðar gæti tvöfaldast með nýrri byggð í Borgarnesi en þar á að rísa allt að þrjú þúsund manna íbúðahverfi. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um skipulag nýju byggðarinnar.

<>

Í dag eru íbúar Borgarbyggðar um 3.900 en þar af búa um tvö þúsund manns í Borgarnesi. Mikill hugur er í forsvarsmönnum sveitarfélagsins um frekar uppbyggingu og þá ber helst að nefna framtíðaríbúabyggð í Borgarnesi í nýju hverfi handan Borgarvogs við Borgarnes.

Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar.

„Nýja hverfið er hérna hinum megin við Borgarnes þegar þú kemur að Borgarnesi, hinum megin við voginn, það er það svæðið, sem er heillavænast fyrir þessa byggð. Þetta er algjörlega óskrifað blað og um mjög stórt svæði að ræða. Við gætum hæglega tvöfaldað íbúatölu sveitarfélagsins með þessum hætti,“ segir Þórdís Sif.

húsnæði til sölu,“ segir sveitarstjórinn Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem sér fram á að geta tvöfaldað íbúafjölda sveitarfélagsins með nýja hverfinu handan Borgarvogs við Borgarnes.
AÐSEND

Auk fjölbreytts íbúðarhúsnæðis í nýju byggðinni verður þar líka leik- og grunnskóli.

„Þetta er rosalega fallegt land og góður kostur, sem hefur komið til umræðu áður en núna erum við að stíga skrefið til fulls og ætlum að efna til hönnunarsamkeppnis um heildarskipulagningu þessarar byggðar,“ bætir Þórdís Sif við.

Hún segir mikinn skort á íbúðarhúsnæði í Borgarbyggð.

„Já, það er gríðarlega mikill skortur og mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, það er ekkert húsnæði til sölu,“ segir sveitarstjórinn Þórdís Sif.

Auk fjölbreytts íbúðarhúsnæðis í nýju íbúðabyggðinni er gert ráð fyrir þjónustu á borð við leik- og grunnskóla.
AÐSEND

Heimild: Visir.is