Home Fréttir Í fréttum Kaupa allan Heklureit og stefna á framkvæmdir í ár

Kaupa allan Heklureit og stefna á framkvæmdir í ár

605
0
Skipulagstillaga Yrki arkitekta fyrir Heklureitin og nærliggjandi svæði, en tillagan hlaut fyrsta sæti í lokaðri hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um framtíðarskipulag svæðisins. Teikning/Yrki arkitektar

Fram­kvæmda­fé­lagið Lauga­veg­ur ehf. hef­ur gengið frá kaup­um á öll­um fast­eign­um á svo­kölluðum Heklureit, sem nær til Lauga­veg­ar 168 og til og með 174.

<>

Svæðið er enn í deili­skipu­lags­ferli, en sam­kvæmt deili­skipu­lagstil­lögu er gert ráð fyr­ir allt að 463 íbúðum auk þjón­ustu og at­vinnu­hús­næði á jarðhæð. Gangi skipu­lags­vinn­an vel gera for­svars­menn fé­lags­ins ráð fyr­ir því að geta hafið fram­kvæmd­ir á þessu ári

Örn V. Kjart­ans­son leiðir verk­efnið, en auk hans standa fleiri fjár­fest­ar að því. Örn hef­ur áður m.a. starfað sem fram­kvæmda­stjóri FÍ fast­eigna­fé­lags, fram­kvæmda­stjóri Kringl­unn­ar og hjá Stoðum, sem síðar varð Landic, en hann stýrði inn­lend­um hluta fé­lags­ins sem varð grunn­ur­inn að fast­eigna­fé­lag­inu Reit­um.

Hekla get­ur verið á reitn­um í þrjú ár og mögu­lega leng­ur

Reit­ur­inn mark­ast af fimm upp­bygg­ing­areit­um sem ná frá Lauga­vegi 168, sem er á gatna­mót­um Lauga­vegs og Nóa­túns, hinu meg­in við Nóta­tún frá starfs­stöðvum Skatts­ins, en þar var m.a. Varmi hf. áður til húsa.

Örn seg­ir að það sé sá reit­ur sem verði byrjað á og svo verið haldið áfram í aust­ur átt að Lauga­vegi 170 og 172, þar sem meðal ann­ars Galaxy pod hostel hef­ur verið og fleiri fyr­ir­tæki.

Heklureit­ur­inn nær yfir þá fimm reiti sem liggja næst Lauga­vegi og Nóa­túni, þ.e. þeir fimm reit­ir sem liggja meðfram Lauga­veg­in­um og eru lengst til vinstri á mynd­inni. Teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Bílaum­boðið Hekla er svo með höfuðstöðvar sín­ar, verk­stæði og sölupl­an á Lauga­vegi 174. Örn seg­ir að Hekla geti áfram verið á reitn­um í allt að þrjú ár með mögu­leika á fram­leng­ingu, en tíma­lengd­in fari eft­ir áform­um fé­lags­ins um að flytja sig í burtu.

Von­ast til að skipu­lags­vinna klárist í sum­ar

Örn seg­ir að von­ir standi til með að nýtt deili­skipu­lag verði samþykkt í sum­ar og að þá geti niðurrif á fyrstu reit­un­um haf­ist og upp­bygg­ing í kjöl­farið með haust­inu. „Við hyggj­um hefja fram­kvæmd­ir eins fljótt og auðið er.

“ Spurður hvort eitt­hvað af nú­ver­andi hús­næði verði áfram nýtt eða hvort rífa eigi allt og byggja á ný seg­ir hann að gert sé ráð fyr­ir að all­ar nú­ver­andi fast­eign­ir á reitn­um víki.

Hann seg­ir að sam­kvæmt nú­ver­andi deili­skipu­lags­hug­mynd sé gert ráð fyr­ir að meðal­stærð íbúða verði um 85 fer­metr­ar, en einnig er ákveðið hlut­fall íbúða sem eigi að vera tveggja-, þriggja-, fjög­urra- og fimm­her­bergja.

„Það á því að verða tals­verð fjöl­breytni í stærð íbúða þarna,“ seg­ir hann. Á fyrstu tveim­ur reit­un­um er gert ráð fyr­ir ann­ars veg­ar 91 íbúð og hins veg­ar 115 íbúðum. Örn seg­ir að al­mennt sé horft til þess að bygg­ing­arn­ar verði sjö hæða, nema að hluta til á reit A, eða við Lauga­veg 168, þar sem til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að hluti reits­ins verði með átta hæðir.

Í stjórn fé­lags­ins ásamt Erni eru þeir Davíð Más­son og Hall­dór Haf­steins­son, en þeir hafa meðal ann­ars verið kennd­ir við Atlanta og Avi­on flug­fé­lög­in. Örn seg­ir jafn­framt hóp bæði inn­lendra og er­lendra fjár­festa standa á bak við verk­efnið, en ekki er enn hægt að sjá hlut­hafa í gögn­um Skatts­ins. Þar kem­ur þó fram að Örn er skráður fyr­ir tæp­lega 35% hlut í Fram­kvæmda­fé­lag­inu Lauga­vegi.

Heimild: Mbl.is