Home Fréttir Í fréttum Ákærður fyrir að hafa ekki gefið upp 54 milljóna tekjur

Ákærður fyrir að hafa ekki gefið upp 54 milljóna tekjur

248
0
Héraðssaksóknari. mbl.is/Hjörtur

Embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur gefið út ákæru á hend­ur karl­manni á sjö­tugs­aldri fyr­ir meiri hátt­ar brot gegn skatta­lög­um með því að hafa van­talið tekj­ur frá tveim­ur fé­lög­um um 54,4 millj­ón­ir á ár­un­um 2017 til 2019, en bæði fé­lög­in voru áður starf­andi í bygg­ing­ar- og verk­taka­geir­an­um en hafa verið úr­sk­urðuð gjaldþrota.

<>

Sam­kvæmt ákæru máls­ins er maður­inn sakaður um að hafa komið sér hjá því að telja fram tekj­ur upp á 13,3 millj­ón­ir árið 2017 og þannig kom­ist hjá tekju­skatti og út­svari upp á 5,5 millj­ón­ir.

Árið 2018 er hann sakaður um að hafa ekki talið fram 24 millj­ón­ir í tekj­ur og þannig kom­ist hjá 10,1 millj­ón í tekj­ur og árið 2019 er hann sakaður um að hafa ekki talið fram 17 millj­ón­ir í tekj­ur og þar með ekki greitt 7 millj­ón­ir í skatta.

Er hann ákærður fyr­ir að hafa nýtt fjár­mun­ina í eig­in þágu og eft­ir at­vik­um í þágu annarra, en hann tók á þessu sama tíma­bili út 14,2 millj­ón­ir í reiðufé út af banka­reikn­ing­um sín­um, seg­ir í ákær­unni.

Heimild: Mbl.is