Forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúi Mosfellsbæjar skrifuð undir verksamning við Loftorku Reykjavík ehf. á föstudag vegna lokaáfanga við endurbætur á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ.
Um er að ræða endurbyggingu og breikkun auk lagnavinnu á Hringveginum á um 520 m kafla milli Langatanga og Reykjavegar. Er þetta eini kaflinn þar sem ólokið er að aðskilja aksturstefnur Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ. Einnig verður gerð ný tenging af Vesturlandsvegi inn á Sunnukrika. Háspennustrengir í eigu Landsnets og Veitna verða endurnýjaðir.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Mosfellsbæjar, Landsnets og Veitna.
Einnig var skrifað undir samstarfsmaning Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar.
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar voru sammála um að frábært væri að komið væri að lokakafla þess verka að aðskilja aksturstefnu og auka þannig verulega öryggi vegfarenda. Loftorka Reykjavík ehf., átti lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á tæpar 258 m.kr. sem reyndist um 30 m.kr. yfir áætluðum verktakakostnaði.
Önnur tilboð voru hærri. Andrés Sigurðsson framkvæmdastjóri Loftorku sagði að í raun væru þeir þegar byrjaðir og væru tæki komin á staðinn en óhægt um vik að hefja vinnu þessa dagana. Eigi að síður yrði strax hafist handa við að koma upp vinnubúðum. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember nk.
Heimild: Vegagerðin.is