Home Fréttir Í fréttum Alvotech er að byggja hátæknisetur í Vatnsmýrinni í Reykjavík

Alvotech er að byggja hátæknisetur í Vatnsmýrinni í Reykjavík

261
0

Systurfyrirtæki lyfjafyrirtækisins Alvogen, Alvotech, er að byggja hátæknisetur í Vatnsmýrinni í Reykjavík, innan Vísindagarða Háskóla Íslands.

<>

Innan setursins verða þróuð hágæða líftæknilyf sem eru mikilvæg til meðhöndlunar á ýmsum algengum og erfiðum sjúkdómum eins og gigt, öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og krabbameini. Alls verða þróuð og framleidd sex líftæknilyf á Íslandi á næstu árum sem ekki verða með einkaleyfi. Byggingin verður 13 þúsund fermetrar að stærð og mun hýsa framleiðslu, rannsóknastofur og skrifstofur.

Verkís hefur unnið að þessu verkefni síðan fyrripart árs 2014. Hlutverk Verkís er m.a. hönnun, forritun, prófanir og gangsetningar á stjórnkerfum fyrir loftræsingar, kæli – og hitakerfi ásamt ýmsum undirkerfum sem þjóna framleiðslukerfum. Verkís hannar einnig rafdreifikerfi og dreifikerfi fyrir framleiðslusvæði. Verkís aðstoðar við innkaup á búnaði ásamt uppsetningu á hinum ýmsu kerfum. Að meðaltali hafa 4-6 manns á Iðnaðarsviði og öðrum sviðum unnið að verkefninu undanfarna mánuði og er gert ráð fyrir að verklok verði næsta vor.

Heimild: Verkís.is