Home Fréttir Í fréttum Vilja hugmyndir fyrir endurgerð Laugardalslaugar

Vilja hugmyndir fyrir endurgerð Laugardalslaugar

174
0
Laugardalslaug. mbl.is/Hallur Már

Yf­ir­völd í Reykja­vík­ur­borg hvetja fólk til að senda inn hug­mynd­ir um end­ur­gerð Laug­ar­dals­laug­ar.

<>

Í til­kynn­ingu frá borg­inni seg­ir að söfn­un hug­mynda gangi vel. Verið sé að und­ir­búa hönn­un­ar­sam­keppni um end­ur­gerð Laug­ar­dals­laug­ar og tengdra mann­virkja. Liður í því sé að safna hug­mynd­um frá al­menn­ingi.

Tekið er fram að leit­ast sé eft­ir nýj­um og fram­sækn­um hug­mynd­um.

Kom­inn tími á að end­ur­nýja allt

Hægt sé að skila inn hug­mynd­um í hug­mynda­kassa í af­greiðslu Laug­ar­dals­laug­ar, í gegn­um Betri Reykja­vík og með tölvu­pósti á hug­mynd@itr.is, fram til 28. fe­brú­ar.

Á annað hundrað hug­mynda eru sagðar hafa borist og að þær megi sjá á skjá í Laug­ar­dals­laug.

Árni Jóns­son, for­stöðumaður Laug­ar­dals­laug­ar, seg­ir að laug­in sé löngu kom­in á tíma vegna viðhalds. Sjálft laug­ark­arið, lagn­ir og fleira. Kom­inn sé tími á að end­ur­nýja allt.

Heimild: Mbl.is