Home Fréttir Í fréttum Nýtt hringtorg í undirbúningi við Akranesveg

Nýtt hringtorg í undirbúningi við Akranesveg

203
0
Ljósm. mm.

Í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar frá 31. janúar síðastliðinn kemur fram beiðni til Vegagerðarinnar um að hefja ferli við undirbúning að gerð nýs hringtorgs við Akranesveg.

<>

Þar segir að Skógahverfið á Akranesi sé í hraðri uppbyggingu og því mikilvægt út frá nokkrum sjónarmiðum að hringtorg komi sem allra fyrst.

Í fyrsta lagi að þá sé mikilvægt að tvær útleiðir séu úr Skógahverfi gagnvart umferð, í öðru lagi að við hringtorg sé áætlaður tengipunktur lagna hjá Veitum, meðal annars er varða Skógahverfi og í þriðja lagi að gönguleið upp í Flóahverfi sé áætlað að fari yfir/eða undir Akranesveg við hringtorg.

Þá segir einnig í bókuninni að af ofangreindu megi ljóst vera að til að viðhalda þeim uppbyggingaráformum sem eru uppi hjá Akraneskaupstað að hringtorg komi sem allra fyrst. Ef þessar framkvæmdir verða að veruleika verður hringtorgið staðsett á núverandi gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar.

Heimild: Skessuhorn.is