Home Fréttir Í fréttum Nokkurra mánaða tafir á vegabótum á Vatnsnesvegi

Nokkurra mánaða tafir á vegabótum á Vatnsnesvegi

104
0
Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Nokkurra mánaða tafir verða á vegabótum á Vatnsnesvegi sem liggur frá Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Ekkert tilboð barst í byggingu brúar og endurbyggingu vegarins.

Vegurinn lengi verið til vandræða

Vatnsnesvegur hefur ítrekað verið til umfjöllunar síðustu ár þar sem fjallað hefur verið um slæmt ástand hans og tíð umferðarslys.

<>

Til stendur að ráðast í byggingu 17 metra langrar brúar yfir Vesturhópshólaá, nýbyggingu vegar á um kílómetra kafla og endurbyggingu á rúmlega kílómetra löngum kafla milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða.

Verkinu átti að vera lokið að fullu eigi síðar en 1. ágúst en nú er ljóst að einhverjar tafir verða, þar sem ekkert tilboð barst í framkvæmdina. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. 

Mynd: Sölvi Andrason – RÚV

Verktakar hlaðnir verkefnum

G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir það ekki hafa komið á óvart. „Eins og venjulega gerist þegar það koma engin tilboð þá förum við yfir málið upp á nýtt og skoðum það, við erum svolítið í því ferli núna.

Ég held nú ekki að það hafi þannig séð komið á óvart, því að þetta gerist og við vitum það að verktakar sem eru þarna nálægt eru verkefnahlaðnir.”

Kemur þetta til með að tefja áætlaðar framkvæmdir?

„Já ég held við verðum að reikna með því að við getum ekki haldið okkur við þá tímaáætlun sem var í upphafi. Þetta hleypur á einhverjum mánuðum, kannski hálfu ári.”

Heimild: Ruv.is