Home Fréttir Í fréttum Verkefnið „Kaldur pottur“ í Jaðarsbakkalaug fer í útboð á ný eftir 2...

Verkefnið „Kaldur pottur“ í Jaðarsbakkalaug fer í útboð á ný eftir 2 ára „biðtíma“

174
0
Mynd: Skagafrettir.is

Framkvæmdir við kaldan pott við sundlaugina á Jaðarsbökkum hafa enn ekki hafist en verkið var boðið út í október 2020.

<>

GS Import bauð í verkefnið á uppsteypu á köldum potti þegar verkefnið var boðið út árið 2020. Tilboð fyrirtækisins var rétt rúmlega 8,7 milljónir kr.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var rúmlega 6,7 milljónir kr.

Skipulags – og umhverfisráð Akraness samþykkti á síðasta fundi ráðsins að leggja til að verkið verði boðið út að nýju – með þeim breytingum að boðin verði út tímavinna, en Akraneskaupstaður leggi fram efni til verksins.

Heimild: Skagafrettir.is