Home Fréttir Í fréttum Lækka hlutafé ÍAV vegna taps

Lækka hlutafé ÍAV vegna taps

257
0
Sigurður R. Ragnarsson er stjórnarformaður ÍAV. Eva Björk Ægisdóttir

Hlutafé Íslenskra aðalverktaka var lækkað um 2,5 milljarða króna að nafnvirði vegna taps fyrri ára.

Hlutafé Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) var lækkað um 2,5 milljarða króna að nafnvirði undir lok síðasta ár úr 3,8 milljörðum í 1,3 milljarða króna vegna taps fyrri ára.

Fyrirtækið tapaði 1,7 milljörðum króna árið 2020. Bókfært eigið fé félagsins nam 1,5 milljörðum króna í árslok 2020 eftir 2,2 milljarða króna hlutafjáraukningu á árinu.

ÍAV er í eigu svissneska verktakafyrirtækisins Marti.

Heimild: Vb.is