Home Fréttir Í fréttum Fjögur eldri hús fari á Frakkastíg

Fjögur eldri hús fari á Frakkastíg

187
0
Flutningshúsin fjögur á að reisa við hlið fjölbýlishússins Skúlagötu 20, sem er sýnt til vinstri á myndinni. Tölvumynd/Zeppelin

Reykja­vík­ur­borg hef­ur borist fyr­ir­spurn frá Zepp­el­in arki­tekt­um um mögu­lega end­ur­skipu­lagn­ingu lóðar­inn­ar nr. 1 við Frakka­stíg.

<>

Mark­miðið er að flytja þangað hús sem til skamms tíma stóð á baklóð Lauga­veg­ar 37 og end­ur­byggja þar gamla húsið við Lauga­veg 74, ásamt því að und­ir­búa lóðina fyr­ir tvö önn­ur flutn­ings­hús, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Fram kem­ur í bréfi sem Orri Árna­son arki­tekt rit­ar fyr­ir hönd Leigu­íbúða ehf. að Reykja­vík­ur­borg hafi látið vinna til­lögu að allt að sjö hæða bygg­ingu á um­ræddri lóð á horni Frakka­stíogs og Skúla­götu.

Til­lag­an hafi mætt mik­illi mót­spyrnu ná­granna og meðal ann­ars frá Minja­stofn­un Íslands.

„Að beiðni Leigu­íbúða ehf. hef­ur und­ir­ritaður unnið til­lögu þar sem fjór­um göml­um hús­um er skipað niður á lóðina, hús sem ein­hverra hluta vegna hef­ur þurft og þarf að flytja af þeim lóðum sem þau standa á.

Und­ir­ritaður tel­ur að vel færi á þess­ari breyt­ingu, þar sem Frakka­stíg­ur all­ur, upp að Hall­gríms­kirkju, er varðaður göml­um hús­um,“ seg­ir Orri. Hann tek­ur einnig fram að hægt væri að koma fyr­ir bíla­kjall­ara und­ir hús­un­um.

Von­ast hann eft­ir já­kvæðum viðbrögðum borg­ar­inn­ar. Fyr­ir­spurn­inni var vísað til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur.

Á næstu lóð fyr­ir ofan Frakka­stíg 1 stend­ur friðað hús frá ár­inu 1902, upp­haf­lega fransk­ur spít­ali en síðar var þar starf­semi Tón­mennta­skól­ans. Dreg­ur gat­an Frakka­stíg­ur nafn sitt af franska spít­al­an­um.

Heimild: Mbl.is