Home Fréttir Í fréttum Keypti Kirkjustræti 2 og hyggst endurnýja húsið

Keypti Kirkjustræti 2 og hyggst endurnýja húsið

160
0
Mynd: mbl.is/Árni Sæberg

Víet­namskt-ís­lenskt fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki hef­ur keypt fast­eign­ina við Kirkju­stræti 2, sem áður hýsti starf­semi og gisti­heim­ili Hjálp­ræðis­hers­ins í rúma öld.

<>

Nýir eig­end­ur segj­ast sjá tæki­færi í já­kvæðri þróun miðborg­ar­inn­ar og þess vaxt­ar sem fram und­an sé í ferðaþjón­ustu. Kaup­andi hyggst end­ur­nýja húsið í sam­ræmi við nú­tíma­kröf­ur en halda bæði í upp­runa­legt út­lit og skipu­lag húss­ins sem rúm­ar 53 gisti­her­bergi auk stuðnings­rýma.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tækja­söl­unni Suður­veri sem sá um söl­una. Sölu­verðið er ekki gefið upp í til­kynn­ing­unni.

Kirkju­stræti 2 fyr­ir hækk­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá seg­ir, að gert sé ráð fyr­ir að efri hæðir Kirkju­stræt­is 2 hýsi áfram al­menn­an gistirekst­ur en á jarðhæð verði mót­taka og veit­inga­sala ásamt því sem veislu­sal­ur­inn verði notaður und­ir veit­inga­starf­semi, viðburði og þjón­ustu. Í kjall­ara er aðal­eld­hús auk stuðnings­rýma.

Hyggst opna mat­höll í hús­næði við Vest­ur­götu 2

Enn­frem­ur seg­ir, að kaup­and­inn reki jafn­framt keðju víet­namskra veit­inga­húsa og mat­vörumarkaða auk þess sem hann muni á vor­mánuðum opna mat­höll í hús­næðinu við Vest­ur­götu 2, sem áður hýsti Kaffi Reykja­vík.

„Húsið sem er fyrsta stór­virki Ein­ars Er­lends­son­ar arki­tekts í stein­steypu var reist árið 1916 og hækkað 1930, en það var sér­hannað fyr­ir starf­semi og höfuðstöðvar Hjálp­ræðis­hers­ins. Húsið hef­ur jafn­an verið talið bæði fal­legt og vel byggt ásamt því að vera einn af horn­stein­um og með þekkt­ari kenni­leit­um á þessu svæði miðborg­ar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þá kem­ur fram, að selj­andi Kirkju­stræt­is sé Kast­ali fast­eigna­fé­lag sem er í eigu sjóðs í rekstri sjóða GAMMA.

Heimild: Mbl.is