Home Fréttir Í fréttum Bygging vélaskemmu á Bíldudalsflugvelli boðin út

Bygging vélaskemmu á Bíldudalsflugvelli boðin út

120
0
Frá framkvæmdum á Bíldudalsflugvelli. Mynd: Finnbjörn Bjarnason.

Isavia Innanlandsflugvellir hafa boðið út byggingu á vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal.

<>

Samkvæmt útboðslýsingu felur verkið í sér að reisa vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. Sökkull og plötur verða steyptar, frárennslislagnir lagðar í grunn og skemma reist.

Neysluvatn verður lagt að skemmunni frá stofnlögn flugvallarins og ídráttarrör lögð frá brunni við horn bílageymslu að rafmagnsinntaki.

„Aðal ástæðan fyrir tækja- og sandgeymslu sem þessari á Bíldudalsflugvelli er að rekstraröryggi vallarins sé aukið,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla.

„Við núverandi aðstæður er sandur til hálkuvarna á flugbraut sóttur til Bíldudals eða í sjö kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. ‘

Það er mikið óhagræði í því þar sem oftast þarf að hálkuverja með mjög stuttum fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa sandinn á staðnum. Þessu til viðbótar þá verður einnig aðstaða til viðhalds og viðgerða tækja í skemmunni. “

Tilboð vegna verkefnisins verða opnuð þann 14. febrúar næstkomandi kl. 13. Áætluð verklok eru næsta haust, nánar tiltekið þann 30. september.

Upplýsingar um útboðið má finna hér

Heimild: BB.is