Home Fréttir Í fréttum „Við ætlum loksins að opna þessa nýju lyftu“

„Við ætlum loksins að opna þessa nýju lyftu“

399
0
Mynd: Geir Gíslason
Stefnt er að því að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli, verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð. Sagt hefur verið frá væntanlegri opnun oftar en einu sinni á síðustu árum en nú segir formaður stjórnar Hlíðarfjalls að komið sé að þessu.

 „Nú stendur mikið til“

Sumarið 2017 gerðu Akureyrarbær og Vinir Hlíðarfjalls samning um kaup á nýrri stólalyftu í fjallið. Upphaflega átti lyftan að vera tilbúin í desember 2018 og oft hefur verið sagt frá væntanlegri opnun í fjölmiðlum. En nú virðist loksins komið að því. Halla Björk Reynisdóttir er formaður stjórnar Hlíðarfjalls. „Já nú stendur mikið til, við ætlum loksins að opna þessa nýju lyftu og stefnum á góðviðrisdag í febrúar, upp úr miðjum,“ segir Halla.

<>

Ýmislegt gengið á

Hún segir ýmislegt hafa tafið ferlið. „Það hefur svona eitt og annað komið upp, framkvæmdirnar, eitthvað var hjá verktökunum. Svo komu upp vandamál með lyftuna, nú á það allt saman að vera leyst og við getum bara horft bjartsýn fram til vetrarins.“

Þannig að nú er bara verið að leita að góðum degi til að opna kampavínið og ýta á play?

„Ég veit nú ekki með kampavínið en já við viljum endilega fá sem flesta upp í fjall og gera þetta að svolítið svona skemmtilegum degi og gera þetta með bravör.“

Mynd: Björgvin Kolbeinsson – RÚV

Heimild: Ruv.is