Home Fréttir Í fréttum Akraneskaupstaður stefnir að því að kaupa 10 íbúðir á Þjóðbraut 3 og...

Akraneskaupstaður stefnir að því að kaupa 10 íbúðir á Þjóðbraut 3 og 5

178
0
Mynd: Skagafrettir.is

Nýverið samþykkti bæjarráð Akraness að fela bæjarstjóra að fara í viðræður við fulltrúa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að væntanleg húsnæðissjálfseignarstofnun, sem ætlað er það hlutverk að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða á landsbyggðinni.

<>

Markmiðið er að sækja um stofnframlag vegna kaupa á 10 íbúðum í mannvirkjum sem fyrirhugað er að reisa á Þjóðbraut 3 og 5 af byggingaraðilanum Bestla Þróunarfélagi ehf.

Akraneskaupstaður hefur nú þegar samþykkt heildarstofnframlag vegna íbúðakaupanna að fjárhæð kr. 65 m.kr.

Í bókun bæjarráðs kemur fram að óskað verði eftir yfirlýsingu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um skuldbindingu vegna framlags væntanlegrar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

Í þeirri yfirlýsingu eigi að koma fram heimilað hámarkskaupverð íbúða svo skilmálar verkefnisins verði uppfylltir.

Heimild: Skagafrettir.is