Home Fréttir Í fréttum 14.02.2022 Hreinsun gatna og gönguleiða í Kópavogi 2022-2025 – Útboð I

14.02.2022 Hreinsun gatna og gönguleiða í Kópavogi 2022-2025 – Útboð I

255
0
Mynd: Mbl.is

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í  hreinsun (vélsópun) á götum, bílastæðum við götur, gönguleiðum, bílastæðum við skóla, leikskóla, hluta skólalóða og við aðrar stofnanir eftir því sem við á og óskað er eftir.

<>

Einnig er um að ræða þvott á miðeyjum við ákveðnar götur sem og þvott á ákveðnum götum og stofnanalóðum (bílplönum við stofnanir).

Helstu magntölur eru:

Götur, sópun:                                               Heildarlengd:                            92 km
Götur, þvottur                                              Heildarlengd götukanta              24 km
Stígar og stéttar, sópun:                               Heildarlengd:                          154 km
Stofnanalóðir, sópun:                                    Flatarmál:                        103.500 m2
Stofnanalóðir, þvottur                                   Flatarmál:                          20.000 m2
Miðeyjar, þvottur                                          Flatarmál:                           4.500 m2

Götum og gönguleiðum er skipt upp í forgangsflokka, forgang 1 og forgang 2. Helstu safngötur og tengibrautir eru í forgangi 1 ásamt stofnstígum og gönguleiðum við fyrrgreindar götur. Allar
stofnanalóðir eru einnig í forgangi 1 sem og þvottur á miðeyjum. Í forgangi 2 eru húsagötur, gönguleiðir sem þeim tilheyra ásamt þvotti á ákveðnum götum og stofnanalóðum (bílaplön við
stofnanir). Nánari skiptingu á milli forgangsflokka 1 og 2 má sjá í grein „1.0.2 Upplýsingar um vinnusvæðið“ og á meðfylgjandi yfirlitskortum

Afhending útboðsgagna fer í gegnum útboðskerfið Tendsign

Tilboðum skal skilað fyrir kl. 11:00 þann 14. febrúar 2022.

Nánari upplýsingar og gögn er að finna á Tendsign.is