Home Í fréttum Niðurstöður útboða Öllum tilboðum í verkfræðiráðgjöf við framkvæmdir Grundaskóla á Akranesi hafnað

Öllum tilboðum í verkfræðiráðgjöf við framkvæmdir Grundaskóla á Akranesi hafnað

413
0

Nýverið voru tilboð í verkfræðiráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga og framkvæmda við Grundaskóla opnuð hjá Skipulags – og umhverfisráði Akraneskaupstaðar.

<>

Verkefnið sem er framundan er viðamikið og miklar breytingar verða gerðar á ásýnd og innra umhverfi Grundaskóla.

Alls bárust fjögur tilboð í verkefnið verkfræðihönnun í Grundaskóla. Öll tilboðin voru langt yfir uppfærðri kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar sem var rétt rúmlega 31 milljónir kr.

Hæsta tilboðið var frá VSB verkfræðistofu eða rétt tæplega 72 milljónir kr. sem er rúmlega 41 milljón kr. yfir kostnaðaráætlun. Verkfræðistofan Víðsjá bauð tæplega 42.5 milljónir kr. í verkefnið sem var lægsta tilboðið.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Verkfræðistofan Víðsjá kr. 42.408.000
Mannvit kr. 49.420.000
VSB verkfræðistofa kr. 71.802.696
Lota kr. 55.409.000

Skipulags- og umhverfisráð ákvað á fundi sínum að hafna öllum tilboðum í ljósi þess að þau eru vel fyrir ofan kostnaðaráæltun. Sviðsstjóra var falið að vinna málið áfram.

Heimild: Skagafrettir.is