Home Fréttir Í fréttum Gengið til samninga um húsnæði fyrir Heilsugæslu Akureyrar

Gengið til samninga um húsnæði fyrir Heilsugæslu Akureyrar

205
0
Sunnuhlíð 12

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæði fyrir norðurstöð Heilsugæslu Akureyrar.

<>

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæði fyrir norðurstöð Heilsugæslu Akureyrar.

Alls bárust átta tilboð frá fimm aðilum, en Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir auglýstu eftir húsnæði á haustmánuðum.

Húseignin sem um ræðir er 2. hæð Sunnuhlíðar 12, auk 300 fermetra húsnæðis sem verður sérstaklega byggt fyrir starfsemina.

Alls er húsnæðið 1.664 fermetrar að stærð og uppfyllir því húsrýmisáætlun stöðvarinnar sem unnin var í samstarfi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og FSRE.

Í stöðinni verða alls 25 viðtalsherbergi. Þar verður aðgerðarstofa, ungbarnavernd, rými fyrir blóðrannsóknir og rúmgott húsnæði fyrir geðheilsuteymi.

Húsið er vel staðsett með tilliti til skjólstæðinga stöðvarinnar og aðgengi að stöðinni verður gott. Mikið er af bílastæðum við húsið og í því er lyfta sem dugir fyrir sjúkraflutninga.

Reginn mun skila húsnæðinu tilbúnu, áætlað er að stöðin verði tilbúin til innflutnings um mitt ár 2023 eða í síðasta lagi í lok árs 2023. Gert er ráð fyrir að leigusamningur um húsnæðið verði til 15 ára.

Heimild: Fsre.is