Home Fréttir Í fréttum Samið við Steinsholt um aðalskipulagsgerð

Samið við Steinsholt um aðalskipulagsgerð

50
0
Í Flóahreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á vinnufundi í síðustu viku að taka tilboði Steinsholts sf á Hellu í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið.

<>

Fjögur fyrirtæki sendu inn tilboð í verkið og kom lægsta tilboðið frá Steinsholti, 6,5 milljónir króna.

Tilboð Alta ehf í Reykjavík var 50 þúsund krónum hærra. Þar á eftir kom Landmótun ehf í Kópavogi með rúmar 6,9 milljónir króna og hæsta tilboðið var frá Landslagi ehf í Reykjavík, tæpar 7,7 milljónir króna. Allar tölur eru án virðisaukaskatts.

Farið var yfir tilboðin á vinnufundinum og þau borin saman og rædd. Sveitarstjórn samþykkti með þremur atkvæðum Flóalistans að taka tilboði Steinsholts í alla verkþætti en fulltrúar T-listans sátu hjá.

Heimild: Sunnlenska.is