
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í þaki einbýlishúss í Bakkaflöt í Garðabæ út á ellefta tímanum í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru slökkviliðsbílar afturkallaðir eftir að ljóst var að einungis hafi þarna verið iðnaðarmenn að störfum að bræða tjörupappa.
Heimild: Visir.is