Home Fréttir Í fréttum Akureyrarvöllur víkur fyrir uppbyggingu

Akureyrarvöllur víkur fyrir uppbyggingu

109
0
Samkomulagið undirritað í KA heimilinu, Frá vinstri: Sigríður Jóhannsdóttir gjaldkeri KA, Ingvar Már Gíslason formaður KA, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs Akureyrarbæjar. Ljósmynd/Akureyrabær

Ak­ur­eyr­ar­bær og Knatt­spyrnu­fé­lag Ak­ur­eyr­ar hafa gert með sér sam­komu­lag vegna end­ur­nýj­un­ar og upp­bygg­ing­ar gervi­grasvalla og áhorf­enda­stúku á fé­lags­svæði KA við Dals­braut.

<>

Sam­komu­lagið er gert á grund­velli vilja­yf­ir­lýs­ing­ar sem var und­ir­rituð í janú­ar síðastliðnum og heim­ilaði KA að vinna drög að deili­skipu­lagi sem hef­ur nú öðlast gildi.

Sam­komu­lagið tek­ur til fyrri áfanga upp­bygg­ing­ar sam­kvæmt skipu­lag­inu, það er gervi­grasvall­ar og 1.000 sæta áhorf­enda­stúku sem og jarðvegs­vinnu vegna fé­lagsaðstöðu. Auk þess verður yf­ir­lag gervi­grasvall­ar frá 2013 end­ur­nýjað og hið gamla end­ur­nýtt á suðvest­ur­hluta svæðis­ins.

Ak­ur­eyr­ar­völl­ur fær annað hlut­verk

Mark­mið sam­komu­lags­ins er ann­ars veg­ar að efla og bæta íþróttaaðstöðu KA í sam­ræmi við skýrslu starfs­hóps um ný­fram­kvæmd­ir íþrótta­mann­virkja og hins veg­ar að færa knatt­spyrnu­tengda starf­semi af Ak­ur­eyr­ar­velli svo Ak­ur­eyr­ar­bær geti hafið vinnu við að end­ur­skipu­leggja svæðið und­ir aðra starf­semi.

Ak­ur­eyr­ar­völl­ur er, sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi, skil­greind­ur sem þró­un­ar­svæði og er stefnt að upp­bygg­ingu þar í ná­inni framtíð. Svæðið býður upp á spenn­andi mögu­leika og er einnig áætlað að upp­bygg­ing þar skili Ak­ur­eyr­ar­bæ um­tals­verðum tekj­um í formi gatna­gerðar og bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalda.

Völl­ur­inn verður notaður til knatt­spyrnuiðkun­ar út sum­arið 2022.

Fram­kvæmd­ir hefjast næsta vor

Ak­ur­eyr­ar­bær mun sam­kvæmt sam­komu­lag­inu kosta og sjá um fram­kvæmd­ir. Áætluð fram­lög bæj­ar­ins nema í heild 820 millj­ón­um króna og skipt­ast þau á næstu þrjú ár. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við end­ur­nýj­un og end­ur­nýt­ingu gervi­grasvalla hefj­ist vorið 2022.

Fram­kvæmd­ir við nýj­an aðal­gervi­grasvöll eiga að hefjast í árs­byrj­un 2023 og er stefnt að því að hann verði til­bú­inn fyr­ir sum­arið. Áætlað er að hefja bygg­ingu stúku í byrj­un árs 2024 og er stefnt að því að ljúka verk­inu fyr­ir árs­lok.

Heimild: Mbl.is