Home Fréttir Í fréttum 3,3 milljarðar fyrir lóðir í Vetrarmýri

3,3 milljarðar fyrir lóðir í Vetrarmýri

308
0
Fyrirhugað byggingasvæði og fjölnota íþróttahús sem senn verður tekið í notkun.

Fram­kvæmda­fé­lagið Arn­ar­hvoll átti hæsta til­boð í all­ar lóðir á nýju bygg­inga­svæði í Vetr­ar­mýri í Garðabæ og bauð tæp­lega 3,3 millj­arða í lóðirn­ar.

<>

Í þess­um fyrsta áfanga byggðar í Vetr­ar­mýri var boðinn út bygg­ing­ar­rétt­ur á um 26 þúsund fer­met­um af fjöl­býli og 26 þúsund fer­metr­um af at­vinnu­hús­næði á fimm aðskild­um reit­um.

Til­boð frá 13 fyr­ir­tækj­um

Á fundi bæj­ar­ráðs Garðabæj­ar í gær gerðu full­trú­ar fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar Íslands­banka grein fyr­ir til­boðum sem bár­ust. Alls gerðu 13 fyr­ir­tæki til­boð í all­ar lóðirn­ar eða ein­staka áfanga.

Bæj­ar­ráð samþykkti að fela bæj­ar­stjóra og fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka að hefja viðræður og leita samn­inga við Fram­kvæmda­fé­lagið Arn­ar­hvol sem er hæst­bjóðandi sam­tals í alla reiti.

Heimild: Mbl.is