Home Fréttir Í fréttum Ákært fyrir peningaþvætti og bókhaldssvik

Ákært fyrir peningaþvætti og bókhaldssvik

107
0
Alls eru fimm ákærðir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðssak­sókn­ari hef­ur ákært fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­menn verk­taka­fyr­ir­tækj­anna Brotafls ehf. og Kraft­bind­inga fyr­ir meiri hátt­ar brot gegn skatta- og bók­halds­lög­um og pen­ingaþvætti. Alls eru fimm ákærðir.

<>

Fram­kvæmda­stjór­ar Brotafls eru ákærðir fyr­ir að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um virðis­auka­skatt­skýrsl­um, rang­fært bók­hald fé­lags­ins með því að færa til­hæfu­lausa sölu­reikn­inga í bók­hald fé­lags­ins og fyr­ir pen­ingaþvætti sem aflaði þeim að minnsta kosti 64 millj­óna í ávinn­ing í þágu rekstr­ar eða í eig­in þágu.

Stjórn­ar­maður og fram­kvæmda­stjóri Kraft­bind­inga eru ákærður fyr­ir það sama og fram­kvæmda­stjór­ar Brotafls en í ákær­unni seg­ir að ávinn­ing­ur þeirra af pen­ingaþvætti sé að lág­marki tæp­lega 88 millj­ón­ir króna.

Fram­kvæmd­ar­stjóri Starfs­manna ehf. og annarra fé­laga er ákærður fyr­ir að hafa hjálpað stjórn­end­um Kraft­bind­inga með bók­halds­svik og pen­ingaþvætti en talið er í ákær­unni að ávinn­ing­ur af pen­ingaþvætti hans hafi verið á bil­inu 152 millj­ón­ir til allt að 763 millj­ón­um í þágu hans eða í þágu annarra aðila.

Heimild: Mbl.is