Home Fréttir Í fréttum 500 milljónir í viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið

500 milljónir í viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið

84
0
Hálfur milljarður fer í viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­lög til Alþing­is aukast um rúm­lega 300 millj­ón­ir milli ára í nýju fjár­laga­frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra kynnti í dag.

<>

Nem­ur það um 5,4% hækk­un, en áætlað er að út­gjöld­in verði 6.080 millj­ón­ir á kom­andi ári. Nem­ur hækk­un­in 5,4%, en miðað við áætlaða verðlags­breyt­ingu nem­ur hækk­un­in 0,2%.

Þá er gert ráð fyr­ir að fram­lög til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins auk­ist um 42% og fari úr 1.690 millj­ón­um í 2.415 millj­ón­ir.

Í fjár­laga­frum­varp­inu kem­ur fram að þar af séu áætlaðar verðlags­breyt­ing­ar um 50 millj­ón­ir, en til viðbót­ar sé gert ráð fyr­ir 500 millj­ón­um vegna viðbygg­ing­ar við Stjórn­ar­ráðshúsið.

Þá fara 99 millj­ón­ir í end­ur­bæt­ur á innviðum Bessastaðakirkju og 45 millj­ón­ir vegna nýrra verk­efna í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Fram­lög vegna rík­is­stjórn­ar­inn­ar aukast um 34 millj­ón­ir og fari úr 681 millj­ón í 715 millj­ón­ir. Nem­ur það um 5% hækk­un.

Fyr­ir embætti for­seta er gert ráð fyr­ir 345 millj­ón­um á kom­andi ári. Er það hækk­un um 19 millj­ón­ir, en ef tekið er mið af áætluðum verðlags­breyt­ing­um er um 11 millj­óna raun­lækk­un að ræða.

Sam­tals hækka fram­lög fyr­ir Alþingi og eft­ir­lits­stofn­an­ir Alþing­is og æðstu stjórn­sýslu lands­ins um 1,1 millj­arð milli ára, eða um 11,4%.

Heimild: Mbl.is