Home Fréttir Í fréttum Rio Tinto snýst til varnar

Rio Tinto snýst til varnar

90
0
Við suðurenda álversins í Straumsvík vilja bæjaryfirvöld og Vegagerðin koma upp nýjum gatnamótum með hringtorgi. Rio Tinto leggst gegn áformunum sem ná inn á land fyrirtækisins. Árni Sæberg

Rio Tinto í Straums­vík á í viðræðum við Hafn­ar­fjarðarbæ vegna fyr­ir­hugaðra breyt­inga á aðal­skipu­lagi bæj­ar­ins í tengsl­um við tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar á nú­ver­andi veg­stæði, frá Krýsu­vík­ur­vegi að mörk­um Sveit­ar­fé­lags­ins Voga.

Hef­ur fyr­ir­tækið lagst hart gegn hug­mynd­um sem miða að því að komið verði fyr­ir nýju hring­torgi sem sker inn á vest­ur­enda nú­ver­andi at­hafna­svæðis þess.

Sam­kvæmt til­lög­um Vega­gerðar­inn­ar á hring­torgið að tengj­ast und­ir­göng­um sem í dag miðla um­ferð til og frá Reykja­nes­braut af at­hafna­svæði Rio Tinto.

Líkt og Rio Tinto hef­ur bent á voru und­ir­göng þessi hugsuð til bráðabirgða og tel­ur fyr­ir­tækið að þau, ásamt nýju hring­torgi og römp­um, muni illa ráða við mikla þungaum­ferð sem áætlað er að fari um þenn­an veg á kom­andi árum.

Í at­huga­semd­um sem fyr­ir­tækið hef­ur komið skrif­lega á fram­færi við Hafn­ar­fjarðarbæ og Skipu­lags­stofn­un er áhyggj­um lýst af um­ferðarör­yggi starfs­fólks fyr­ir­tæk­is­ins og annarra veg­far­enda í Straums­vík.

Þá tel­ur fyr­ir­tækið aug­ljós­lega, af at­huga­semd­un­um að dæma, að það svæði sem færi und­ir fyrr­nefnt hring­torg geti skipt sköp­um í tengsl­um við framtíðar­upp­bygg­ingu starf­semi ál­vers­ins.

„Mik­il eft­ir­spurn er eft­ir áli og verð hátt, sem kann að gera breyt­ing­ar á skála 3 fýsi­leg­ar.

Nú­ver­andi hönn­un á mis­læg­um gatna­mót­um við ISAL rýr­ir mögu­leika fyr­ir­tæk­is­ins til leng­ing­ar á ker­skála 3,“ seg­ir í fyrr­nefnd­um at­huga­semd­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Heimild: Mbl.is

Previous articleOpnun útboðs: Endurnýjun gönguljósa í Reykjavík
Next articleHúsnæði Fangelsins á Akureyri að mestu staðið autt í rúmt ár