Home Fréttir Í fréttum Reynt að leiðrétta mistök við lóðarleigu

Reynt að leiðrétta mistök við lóðarleigu

130
0
Arctic Fish á hús við höfnina á Flateyri sem aðrir hafa leigusamning um. mbl.is/Sigurður Bogi

Ísa­fjarðarbær áform­ar að ógilda lóðarleigu­samn­ing sem gerður var við eig­anda viðbygg­ing­ar við gömlu fisk­vinnslu­hús­in á Hafn­ar­bakka 5 á Flat­eyri vegna mistaka við frá­gang samn­ings­ins á sín­um tíma.

<>

Samn­ing­ur­inn er þannig orðaður að hann er tal­inn geta átt við lóðirn­ar und­ir allri húsaþyrp­ing­unni sem sann­ar­lega er að mestu leyti í eigu Arctic Fish.

At­hygli bein­ist að þess­um mál­um vegna áhuga Arctic Fish og Arn­ar­lax á að byggja nýtt laxaslát­ur­hús fyr­ir Vest­f­irði á Flat­eyri.

Ef sá staður yrði fyr­ir val­inu myndi þurfa að rífa öll hús Arctic Fish og einnig um­rædda viðbygg­ingu sem nú er kom­in í eigu ÍS 47 ehf.

Það fyr­ir­tæki hef­ur lýst and­stöðu við upp­bygg­ing­una, tel­ur að hags­mun­um sín­um við upp­bygg­ingu sjó­eld­is og aðra starf­semi sé ógnað með þeim áform­um.

„Aug­ljós mis­tök“
Bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðar varð seint á síðasta ári við ósk Orku­vers ehf., skráðs eig­anda viðbygg­ing­ar­inn­ar við Hafn­ar­bakka 5, um end­ur­nýj­un á lóðarleigu­samn­ingi.

Full­trú­ar Orku­vers og Ísa­fjarðarbæj­ar skrifuðu und­ir en þing­lýs­ingu var hafnað í upp­hafi þar sem und­ir­skrift þriðja rétt­haf­ans, Arctic Fish, vantaði. Úr því var bætt og samn­ingn­um þing­lýst í fe­brú­ar sl.

Núna þegar deil­ur hafa risið um upp­bygg­ingu laxaslát­ur­húss og málið er skoðað kem­ur í ljós að skilja má texta lóðarleigu­samn­ings­ins þannig að hann eigi við alla lóðina, ekki aðeins lóð und­ir viðbygg­ing­una eins og til stóð.

Birg­ir Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, seg­ir að þetta séu aug­ljós mis­tök. Reynt hafi verið að fá fyrri og nú­ver­andi eig­end­ur til viðræðna um að leiðrétta þetta en það hafi ekki tek­ist.

Heimild: Mbl.is