Verkið felur í sér þjónustu og viðhald á allri gatnalýsingu í Vestmannaeyjum ásamt útskiptingu lampa og færslu á búnaði úr dreifistöðvum.
Á svæðinu eru tveir eigendur á gatnalýsingarkerfinu þ.e. Vestmannaeyjabær og Vegagerðin og nær þessi samningur yfir kerfi þeirra beggja bæði á veitusvæði HS Veitna.
Gatnalýsingarkerfið samanstendur af dreifiskápum, jarðstrengjum, staurum og lömpum.
Samningur nær til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvö skipti, eitt ár í senn. Frávikstilboð verða ekki leyfð.
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti í gegnum ráðgjafa verkkaupa, gudjon@liska.is og verður hægt að nálgast gögn til og með 23. nóvember 2021.
Tilboðum ásamt umbeðnum gögnum skal skila rafrænt í tölvupósti til gudjon@liska.is. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og bjóðendur eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11.00 mánudaginn 29. nóvember 2021
Opnun tilboða fer fram hjá Lisku í Ármúla 24. Við opnun tilboða verða lesin upp nöfn bjóðenda og heildarverð af tilboðseyðublaði.