Home Fréttir Í fréttum Auglýsa lóðir á athafnasvæði við flugvöll í Vestmannaeyjum

Auglýsa lóðir á athafnasvæði við flugvöll í Vestmannaeyjum

121
0
Um er að ræða 11 lóðir fyrir létta athafnastarfsemi í norðurhluta athafnasvæðis við flugvöll. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær hefur auglýst lóðir lausar til umsóknar á athafnasvæðinu við flugvöllinn.

<>

Um er að ræða 11 lóðir fyrir létta athafnastarfsemi í norðurhluta athafnasvæðis við flugvöll.

Fram kemur í auglýsingunni að lóðarstæðir séu á bilinu 435-1014 m2 og byggingamagn á bilinu 240-896 m2.

Vakin er athygli á að lóðunum fylgir kvöð um frágang lóðamarka, stærð og afmörkun geymslusvæða og lýsingu.

Fram kemur í auglýsingunni að lóðirnar verði afhentar í núverandi ásigkomulagi og að gatnagerð mun fara fram samhliða uppbyggingu á lóðum.

Áætlað er að hægt verði að hefja framkvæmdir í júlí 2022.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember næstkomandi. Hér má finna nánari upplýsingar um lóðirnar.

Heimild: Eyjar.net