Home Fréttir Í fréttum Miklabraut ráði ekki við byggð í Keldnalandi

Miklabraut ráði ekki við byggð í Keldnalandi

90
0
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is, til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um upp­bygg­ingu 3.000 nýrra íbúða „hefðbundið póli­tískt út­spil“ frem­ur en raun­hæfa til­lögu að úr­bót­um á hús­næðismál­um í borg­inni.

<>

„Ég held að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé fyrst og fremst að ná sér í fyr­ir­sögn. Þarna er talað um lóðir fyr­ir 3.000 íbúðir en í lóðaút­hlut­un­ar­áætl­un borg­ar­inn­ar er talað um 10.000 til viðbót­ar við fjöl­marga deili­skipu­lags­reiti á hönd­um einkaaðila sem eru líka að koma inn,“ seg­ir Dag­ur.

Dag­ur seg­ir enn frem­ur að síðustu fimm ár hafi verið metár í upp­bygg­ingu í borg­inni og að borg­in sé til­bú­inn með fjölda reita til upp­bygg­ing­ar.

Áætlan­irn­ar verði kynnt­ar á ár­leg­um hús­næðis­fundi borg­ar­inn­ar í næstu viku. Hann seg­ir að út­lit sé fyr­ir að „mesta upp­bygg­ing­ar­skeið borg­ar­inn­ar haldi áfram og gott bet­ur“.

Um­ferðin ræður ekki við nýja byggð
Í til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins er talað um að flýta upp­bygg­ingu í Keldna­landi og að unnt sé að byggja þar 2.000 íbúðir án þess að raska til að mynda rann­sókn­ar­miðstöðinni í Keld­um.

Dag­ur seg­ir upp­bygg­ingu í Keldna­landi í ágæt­is far­vegi. Unnið sé að skipu­lagi um upp­bygg­ingu á svæðinu í sam­vinnu borg­ar­inn­ar, rík­is og Betri sam­gangna ohf.

Hann seg­ir þá einnig um Keldna­landið að ekki sé ráð að byggja þar fyrr en borg­ar­lín­an sé kom­inn í gagnið. Mikla­braut­in ráði ein­fald­lega ekki við um­ferðina sem fylgi nýju hverfi. Þess­ar til­lög­ur falli á því að þær bitni á um­ferðar­mál­um fyr­ir íbúa í efri byggðum borg­ar­inn­ar.

„Þetta virðist ekki vera hugsað alla leið, nema þá að þetta sé ákall um að flýta borg­ar­lín­unni. Ég hef nú sagt það áður að við hljót­um að vera til­bú­in að flýta henni.“

Óráðlegt að bæta við tugþúsunda manna byggð
Spurður út í stöðu mála í Úlfarsár­dal, en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til upp­bygg­ingu um 500 íbúða þar seg­ir hann: „Þetta er í okk­ar áætl­un.

Það er býsna þrótt­mik­il upp­bygg­ing á svæðinu og verða nokkr­ar lóðir þar til ráðstöf­un­ar á næstu miss­er­um. En að bæta við ein­hverri tugþúsunda manna byggð væri óráðlegt vegna um­ferðar­mála.“

Þá seg­ir hann einnig áform um að Íþrótta­fé­lagið Fram muni flytja í Úlfarsár­dal stand­ast. „Aðstaðan verður klár þarna á næsta ári og mun Fram flytja að fullu í Úlfarsár­dal árið 2023. Aðstaðan á svæðinu er því að verða framúrsk­ar­andi. Ekki á einu sviði held­ur á öll­um.“

Síðasti reit­ur­inn sem Sjálf­stæðis­menn leggja til upp­bygg­ingu strax er BSÍ reit­ur­inn en Dag­ur seg­ir upp­bygg­ingu á þeim reit einnig vera á áætl­un borg­ar­inn­ar. „Þarna er stefnt að því að vera með blöndu af íbúðar og at­vinnu­hús­næði auk ein­hverr­ar þjón­ustu.“

Heimild: Mbl.is