Home Fréttir Í fréttum Útlit í samræmi við önnur hús

Útlit í samræmi við önnur hús

151
0
Eitt húsanna sem FS hefur byggt í Skuggahverfinu. mbl.is/sisi

Fé­lags­stofn­un stúd­enta áform­ar bygg­ingu nýrra húsa í Skugga­hverfi í Reykja­vík en í hverf­inu hef­ur FS leigt út íbúðir allt frá ár­inu 2006.

<>

Í þrem­ur nýj­um hús­um sem Fé­lags­stofn­un stúd­enta áform­ar að byggja í Skugga­hverf­inu verða 24 leigu­ein­ing­ar en ekki 122 eins og fram kom í frétt Morg­un­blaðsins sl. laug­ar­dag.

Heild­ar­fjöldi leigu­ein­inga verður 122 að fram­kvæmd­um lokn­um. Þetta er hér með leiðrétt og beðist vel­v­irðing­ar á mis­herm­inu.

For­hönn­un hús­anna er lokið, upp­lýs­ir Re­bekka Sig­urðardótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta.

Ut­an­hús­sklæðning­ar og lit­ir verða í sam­ræmi við byggðina í kring, þök húsa við Vita­stíg hallandi með kvist­um eins og þekk­ist í hverf­inu en á húsi við Lind­ar­götu verður þak með torfi.

Lóð verður einnig lag­færð og gerð vist­leg með úti­svæði en eng­in aðstaða eða gróður er á lóð Skuggag­arða í dag, seg­ir Re­bekka.

Lind­ar­gata 44 verður rif­in enda er húsið í slæmu ástandi og óhent­ugt. Í stað þess kem­ur hús með 10 stúd­íó­í­búðum og sam­komu­sal á jarðhæð sem nýt­ast mun öll­um íbú­um Skuggag­arða. Útlit húss­ins skal falla vel að stúd­enta­görðunum sem um­lykja það.

Fram­an við húsið verða sett­ir djúp­gám­ar. Verður lóðin tals­vert fall­legri og snyrti­legri þegar sorp­gám­ar sem nú eru of­anj­arðar á miðri lóðinni hverfa. Þá má reikna með minna ónæði vegna sorp­los­un­ar í göt­unni.

Á Vatns­stíg verður hús nr. 10 rifið, enda ónýtt. Hús á lóð nr. 12 verður fært á lóð nr. 10. Verður það ekki nýtt af FS. FS mun hins veg­ar byggja tvö ný hús á Vatns­stíg.

Verða þau í sam­ræmi við um­hverfið og eldri bygg­ing­ar á svæðinu. Minja­stofn­un hef­ur veitt ráðgjöf/​um­sögn í gegn­um ferlið.