Home Fréttir Í fréttum Verði aðal uppbyggingasvæðið næstu ár

Verði aðal uppbyggingasvæðið næstu ár

130
0
Nýja hverfið vestan Borgarbrautar á Akureyri hefur ekki enn fengið endanlegt nafn. Gert er ráð fyrir 970 íbúðum á svæðinu.

Nýja hverfið sem reisa á vest­an Borg­ar­braut­ar á Ak­ur­eyri á kom­andi árum hef­ur ekki enn fengið nafn, en leitað er að góðum hug­mynd­um.

<>

Bú­ist er við því að það muni byggj­ast upp á 3-6 árum, en til viðbót­ar er gert ráð fyr­ir frek­ari byggð norður af þessu fyr­ir­hugaða hverfi.

Pét­ur Ingi Har­alds­son, sviðsstjóri skipu­lags­sviðs Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að vinnu­heiti hverf­is­ins hafi verið Koll­u­gerðis­hagi, en að uppi séu hug­mynd­ir að breyta því.

Eins og greint var frá í síðustu viku er gert ráð fyr­ir allt að 970 íbúðum í hverf­inu fyr­ir 1.900-2.300 manns.

Yf­ir­lits­mynd yfir nýja hverfið vest­an Borg­ar­braut­ar. Skipu­lags­vinna stend­ur nú yfir.

Anni eft­ir­spurn næstu ára
Spurður út í þenn­an fjölda miðað við nú­ver­andi íbúa­fjölda Ak­ur­eyr­ar sem er um 19.000 seg­ir Pét­ur að ár­leg íbúðaþörf hafi und­an­farna ára­tugi verið 120-150 íbúðir.

Það sé reynd­ar nokkuð sveiflu­kennt milli ára, en meðaltalið sé ná­lægt þess­ari tölu. Þannig hafi verið mik­il eft­ir­spurn og fjölg­un íbúa milli 2000 og 2010, en svo hafi hægt mikið á fjölg­un­inni.

Á síðustu árum hafi aft­ur á móti fjölg­un íbúa tekið við sér á ný. Seg­ir Pét­ur að hverfið gæti því vel annað eft­ir­spurn kom­andi ára, en til viðbót­ar er stefnt að því að byggja einnig upp í miðbæn­um og á Oddeyr­inni.

„Það er búið að út­hluta síðustu lóðunum í Haga­hverfi,“ seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að ný­lega hafi nokkr­ar lóðir verið aug­lýst­ar í Holta­hverfi.

Það sé því vilji bæj­ar­yf­ir­valda að klára skipu­lags­vinnu nokkuð hratt í þessu nýja hverfi, en svo verði að ráðast hversu hratt verði farið í upp­bygg­ingu.

Jafn­vel hægt að sjá fyrstu fram­kvæmd­ir 2023
Í gær fór fram kynn­ing bæði fyr­ir íbúa og bygg­ing­araðila á deili­skipu­lags­drög­um hverf­is­ins. Pét­ur seg­ir að enn sé tæki­færi fyr­ir alla að koma með at­huga­semd­ir og skoða breyt­ing­ar.

Seg­ir hann að horft sé til þess að klára skipu­lags­vinn­una á næsta ári og að jafn­vel væri hægt að sjá fyrstu fram­kvæmd­ir árið 2023 gangi allt að ósk­um.

Hann tek­ur þó fram að enn séu allskon­ar óvissuþætt­ir eins og alltaf með jafn stór verk­efni og þetta.

Pét­ur vek­ur at­hygli á því við blaðamann að það sé ekki bara íbúa­fjölg­un sem ráði því að fjölga þurfi íbúðum í bæn­um.

„Áður var talað um 2,6 til 2,7 íbúa í hverri íbúð, en við erum að gera ráð fyr­ir að það hlut­fall lækki niður í 2,3 íbúa á kom­andi árum,“ seg­ir hann. Þetta helg­ist meðal ann­ars af færri börn­um og að fleiri ákveði að búa ein­ir.

Aðeins bakkað með fjölda fjöl­býla
Tals­verður mun­ur er á sam­setn­ingu hverfa á Ak­ur­eyri þegar kem­ur að hlut­falli fjöl­býla og sér­býla. Í eldri hverf­um eru fjöl­býl­is­hús um 55%, en í Nausta­hverf­inu var ákveðið að fara upp í 70%.

Í Haga­hverf­inu var þetta hlut­fall hækkað enn meira upp í 90%, en núna seg­ir Pét­ur að bakka eigi aðeins og horft sé til þess að fjöldi íbúa í fjöl­býli verði um 70% í hverf­inu.

Sam­kvæmt aðal­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir frek­ari upp­bygg­ingu norðan af nýja hverf­inu (fjær á mynd­inni).

Nýja hverfið verður við hlið bæði Gilja­hverf­is og Síðuhverf­is. Seg­ir Pét­ur að í raun sé nýja hverfið mótað að miklu leyti eft­ir Gilja­hverf­inu og í stað þess að vera með gegn­um­keyrslu sé það byggt upp með botn­löng­um.

Dýpra á fast við Borg­ar­braut­ina
Eins og greint var frá í fyrri frétt mbl.is um upp­bygg­ingaráformin er gert ráð fyr­ir að fjöl­býl­is­hús verði næst Borg­ar­braut, en ofar verði sér­býli.

Gert er ráð fyr­ir að hæstu blokk­irn­ar verði allt að 9 hæða. Pét­ur seg­ir að varðandi staðsetn­ing­una sé meðal ann­ars horft til þess að jarðvegsaðstæður við Borg­ar­braut­ina henti bet­ur til að hafa fjöl­býl­is­hús með bíla­kjall­ara.

Þar sé dýpra á fast og því ekki hent­ugt að byggja til dæm­is ein­býl­is­hús sem séu ekki með kjall­ara.

Heimild: Mbl.is