Home Fréttir Í fréttum Allt skólahald í Fossvogsdal á næsta skólaári

Allt skólahald í Fossvogsdal á næsta skólaári

23
0
Fossvogsskóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlan­ir borg­ar­yf­ir­valda gera ráð fyr­ir að allt skólastarf Foss­vogs­skóla fari fram í Foss­vogs­dal frá og með næsta hausti.

Það þýðir að allt skóla­hald í Foss­vogs­skóla muni fara fram í skóla­hús­næðinu sjálfu eða í fær­an­legu hús­næði í kring frá og með næsta skóla­ári.

Þetta kom fram á fundi borg­ar­yf­ir­valda og full­trúa verk­fræðistof­unn­ar Eflu, sem hald­inn var í Bú­staðakirkju nú síðdeg­is.

Allt að 70-80 manns sátu fund­inn, bæði á staðnum og í gegn­um fjar­fund.

Skóla­hald hef­ur að miklu leyti farið fram í yf­ir­gefnu skóla­hús­næði í Korpu­skóla í Grafar­vogi og ger­ir enn.

Marg­ir for­eldr­ar gera at­huga­semd­ir við að börn þurfi að ferðast með rútu í 40 mín­út­ur á dag þegar styttra er í nær­liggj­andi skóla.

Stór­felld­ar end­ur­bæt­ur
Á fund­in­um voru kynnt­ar áætlan­ir um stór­felld­ar end­ur­bæt­ur við Foss­vogs­skóla, þar sem myglu­vanda­mál hafa sett strik í reikn­ing­inn síðan árið 2018.

Skóla­hald hef­ur að miklu leyti farið fram í yf­ir­gefnu skóla­hús­næði í Korpu­skóla í Grafar­vogi og ger­ir enn.

Marg­ir for­eldr­ar gera at­huga­semd­ir við að börn þurfi að ferðast með rútu í 40 mín­út­ur á dag þegar styttra er í nær­liggj­andi skóla.

Meðal ann­ars á að fjar­lægja ein­angr­un á út­veggj­um og ein­angra að nýju með ál­klæðningu. Þá á að end­ur­nýja glugga, hurðir og þak skóla­hús­næðis­ins.

Einnig á að fjar­lægja og end­ur­byggja alla inn­veggi og fara á yfir loftræst­ingu í hús­inu. Eins verða raf- og pípu­lagn­ir end­ur­nýjaðar eft­ir þörf­um og sömu­leiðis gólf- og lof­tefni.

Ámundi Brynj­ólfs­son hjá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar ávarp­ar fund­inn síðdeg­is. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þess­ar fram­kvæmd­ir kynnti Ámundi Brynj­ólfs­son frá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Fram kom í máli hans að áætluð verklok væru þrískipt eft­ir þrem­ur deild­um hús­næðis­ins.

Í Aust­ur­landi eru verklok áætluð í júní 2022, í Vest­ur­landi í ág­úst 2022 og í Meg­in­landi í ág­úst 2023.

m

For­eldr­ar segja að borg­in sé rúin trausti
Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að reynt verði að tryggja ör­yggi og vel­ferð nem­enda og starfs­fólks í Aust­ur- og Vest­ur­landi á meðan fram­kvæmd­um í Meg­in­landi vind­ur fram.

Í máli margra for­eldra barna í Foss­vogs­skóla, sem marg­ir hverj­ir eru orðnir langþreytt­ir á ástand­inu, kom fram að fólk treysti ekki áætl­un­um borg­ar­yf­ir­valda.

Þeir segja að traust for­eldra í garð borg­ar­yf­ir­valda sé ekk­ert og því séu uppi efa­semd­ir um að úr­bæt­urn­ar klárist á upp­gefn­um tíma.

Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Helgi Gríms­son ít­rekaði enda oft og mörg­um sinn­um að verið væri að kynna áætlan­ir, sem gætu riðlast.

Ámundi Brynj­ólfs­son kom inn á að á tím­um heims­far­ald­urs væri mik­il óvissa uppi um af­hend­ing­ar­tíma, hrá­efn­is­kostnað og fleira sem gæti aukið á óviss­una.

Heimild:Mbl.is

Previous articleViðgerðum við Þverá lýkur ekki á næstunni
Next articleSuðurhús greiði verktaka 37 milljónir