Home Fréttir Í fréttum Seldu íbúðir fyrir fimm milljarða á hálfum mánuði

Seldu íbúðir fyrir fimm milljarða á hálfum mánuði

143
0
Sunnusmári 2-6 er suður af Smáralind. mbl.is/Baldur Arnarson

Við lok vinnu­dags í gær var búið að selja 81 af 84 íbúðum í Sunnu­smára 2-6 í Kópa­vogi.

<>

Það væri ekki í frá­sög­ur fær­andi nema fyr­ir þá sök að þær voru aug­lýst­ar fyr­ir hálf­um mánuði og var tekið við fyrstu til­boðum mánu­dag­inn 27. sept­em­ber.

Íbúðirn­ar kosta frá 40,9 millj­ón­um og upp í ríf­lega 100 millj­ón­ir.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­an­lagt á sjötta millj­arð

Hafa nú selst íbúðir í hús­inu fyr­ir rúm­lega fimm millj­arða króna.

Þór­hall­ur Bier­ing, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá Miklu­borg, seg­ist aðspurður einu sinni áður hafa upp­lifað jafn hraða sölu á nýj­um íbúðum.

Nán­ar til­tekið á 34 íbúðum í Hrólfs­skála­mel 1-5 á Seltjarn­ar­nesi en þær hafi selst eins og heit­ar lumm­ur.

Fram kom í Morg­un­blaðinu í gær að raun­verð íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu er nú í sögu­legu há­marki.

Hef­ur það hækkað um 10,3% frá októ­ber í fyrra en nafn­verðið um 14,1%.

Fram und­an er síðasta launa­hækk­un lífs­kjara­samn­ings­ins, 1. janú­ar næst­kom­andi, en hún kann að hafa áhrif á íbúðaverð.

Hversu mik­il mun skýr­ast með vor­inu. Taxt­ar hækka um 25 þúsund en al­menn laun um 17.500 krón­ur.

Heimild: Mbl.is