Home Fréttir Í fréttum Hnit hannar snjóflóðavarnir á Svalbarða

Hnit hannar snjóflóðavarnir á Svalbarða

114
0

Hnit hannar snjóflóðavarnir á Svalbarða.
Í desember 2015 og í febrúar 2017 féllu tvö snjóflóð á byggðina í Longyearbyen á Svalbarða.

<>

Tveir létust í fyrra flóðinu en allir sluppu ómeiddir í því síðara.
Norges Vassdrags- og Energidirektorat vinnur nú að byggingu varnarmannvirkja gegn snjóflóðum í Longyearbyen fyrir hönd sveitarfélagsins.

Árið 2018 voru byggð upptakastoðvirki, snjósöfnunargirðingar og fráveituskurður til þess að minnka líkur á snjóflóðum niður í byggðina.

Annar áfangi byggingar varnarmannvirkja á þessu svæði er bygging 5,5 m hás og um 400 m langs þvergarðs.

Árni Jónsson hjá Hnit er aðal hönnuður garðsins en til aðstoðar voru Landslag ehf og Rambøll Norge AS, sem sá um jarðtækni.

Byggingu garðsins á að ljúka í haust en frágangi á næsta ári.

Heimild: Facebooksíða Hnits