Home Fréttir Í fréttum Sementsreiturinn á Akranesi er eitt efstirsóttasta byggingarsvæði landsins

Sementsreiturinn á Akranesi er eitt efstirsóttasta byggingarsvæði landsins

165
0

Í dag óskaði Akraneskaupstaður eftir tilboðum í byggingarétt á 6 lóðum á Sementsreit á Akranesi með formlegum hættil. Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið í nokkur misseri.

<>
Hér má sjá byggingarreitina C og D þar sem byggja á 108 íbúðir.

Um er að ræða byggingarétt á fjöleignarhúsum á 3 hæðum auk bílakjallara á 4 lóðum á uppbyggingar-reit D og á 2 lóðum á uppbyggingarreit C.

Öllum lóðunum verður úthlutað til sama aðila og hafa áhugasamir aðilar frest fram til 3. desember að skila inn tilboðum.

Hér má sjá loftmynd af svæðinu eins og það er í dag.

Alls er gert ráð fyrir 108 íbúðum í þessum áfanga en til stendur að byggja alls 400 íbúðir á Sementsreitnum ásamt þjónustuhúsnæði.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir í viðtali við Fréttablaðið að Sementsreiturinn sé líklega sá eftirsóttasti á suðvesturhorni landsins.

„Það er alveg gríðarlegur áhugi verktaka á reitnum. Loksins eftir margra ára ferli á að gefa mönnum færi á að bjóða í reitinn,“ segir hann.

Hér má sjá loftmynd af svæðinu eins og það gæti litið út í framtíðinni.

„Þetta er upphafið á töluverðri sókn hjá okkur á Akranesi í því að bjóða fram mikið magn af lóðum.

“ Auk þeirra 400 íbúða sem til stendur að reisa á sementsreitnum stendur til að reisa 200 íbúðir á Dalbrautarreit og um 670 íbúðir sem bætast við í Skógarhverfi,“ segir Sævar m.a. í viðtalinu.

Heimild: Skagafrettir.is