Home Fréttir Í fréttum 460 íbúðir í stað risahótels

460 íbúðir í stað risahótels

270
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson

Stefnt er að því að um 460 íbúðir rísi á Hlíðarenda í stað þess sem átti að verða stærsta hótel landsins.

<>

Félagið S8 ehf. hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg að breyta deiliskipulagi á Hlíðarenda á reitum G, H og I svo þar megi rísa um 460 íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis.

S8 ehf., eigandi hluta svæðisins, hafði uppi hugmyndir um að reisa þar stærsta hótel landsins, alls 446 herbergi á vesturenda Hlíðarendasvæðins.

Byggja átti 17.500 fermetra hótel á fjórum hæðum auk kjallara úr einingum frá Kína.

Í ársreikningi S8, fyrir árið 2020  er verðmæti lóðar félagsins á Hlíðarenda bókfært á tæplega 3 milljarða króna.  Félagið er í eigu Jóhanns Halldórssonar fjárfestis.

Samþykkt var að auglýsa breytingu deiluskipulagsins á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar á miðvikudaginn og málinu vísað til borgarráðs.

Fulltrúar meirihluta Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata í ráðinu fögnuðu tillögunni og bentu á að gert væri ráð fyrir að 20% íbúðanna verði leigu eða búseturéttaríbúðir og að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna.

Þá er ánægja hjá meirihlutanum um að viðmið sé fest að lágmarki skuli vera 2 hjólastæði á íbúð.

Heimild: Vb.is