F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Þróttur – Laugardal – Æfingavellir – Gervigras – Jarðvinna og lagnir, útboð nr. 15323.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00 þann 1. október 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 21. október 2021.
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Í dag er náttúrugras á knattspyrnuæfingasvæði Þróttar í Laugardal. Á svæðinu skal ganga að fullu frá tveimur upphituðum æfingavöllum með gervigrasyfirborði. Gengið verður frá tæknikerfum í nýju staðsteyptu tæknirými suðvestan valla. Umhverfis völlinn kemur ný vallarlýsing sem þegar hefur verið boðin út og er ekki er hluti þessa útboðs. Aftan við föst mörk á skammhliðum verður gengið frá boltanetum. Umhverfis vellina tvo og á milli þeirra verða settar upp galvanhúðaðar stálrimlagirðingar, göngu- og keyrsluhlið auk þess sem girðing á mön aftan við vallarsvæðin verður endurnýjuð.
Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir framkvæmdinni:
- Grafa skal upp lífrænt efni undir núverandi náttúrugrasi ásamt grasyfirborðinu. Þykkt er áætluð um 40cm að jafnaði.
- Verktaki skal koma fyrir nýjum niðurföllum á gervigrasvallarsvæðunum tveimur og tengja við núverandi lagnir í samræmi teikn. VSÓ nr. 1.33.
- Ganga skal að fullu frá stofnlögnum og snjóbræðslulögnum beggja valla undir komandi gervigras.
- Ganga skal að fullu frá vatnsleiðslu með slöngustútum í miðju á milli gervigrasvallanna ásamt stofnlögnum að þeim.
- Ganga skal frá jarðstrengjum út í ljósamöstur ásamt ídráttarrörum í jörðu auk strengja í markatöflu sem boðin verður út sérstaklega.
- Ganga að fullu frá nýju uppsteyptu tæknirými við SV horn vallarsvæða.
- Ganga að fullu frá tæknikerfum fyrir snjóbræðslu og vallarlýsingu í nýju tæknirými.
Helstu magntölur verksins eru:
- Upprif á malbiki 2.300 m2
- Uppgröftur og brottakstur 9.650 m3
- Malarfylling 8.930 m3
- Jarðvinna vegna lagna 1.100 m
- Steypumót 335 m2
- Steypujárn 420 kg
- Steinsteypa 155 m3
- Fráveitulagnir 750 m
- Fráveitubrunnar 6 stk.
- Vatnslagnir 200 m
- Snjóbræðslulagnir 62.790 m
- Jarðstrengir 3.000 m
- Jöfnunarlag 20.500 m2
- Nýtt malbik 3.750 m2
- Sögun malbiks 520 m
- Girðingar 685 m
- Þökulögn 3.600 m2
Lok framkvæmdatíma: 20. maí 2021