Home Fréttir Í fréttum Óboðlegt að nýtt flugskýli bíði lengur

Óboðlegt að nýtt flugskýli bíði lengur

109
0
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundinum í dag. Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra kveðst ótrú­lega ánægð með að nýtt flug­skýli Land­helg­is­gæsl­unn­ar sé nú loks að verða að veru­leika enda sé það nauðsyn­legt fyr­ir störf henn­ar.

<>

Seg­ir Áslaug það jafn­framt al­gjör­lega óboðlegt að betri aðstaða Gæsl­unn­ar hafi verið sett í biðstöðu vegna umræðna um Reykja­vík­ur­flug­völl enda varði það ör­yggi þjóðar­inn­ar.

Mæðir nú mikið á LHG og því sjaldn­ar jafn mik­il­vægt að aðstaða sé í lagi og í sam­ræmi við þann búnað sem Gæsl­an býr yfir.

Á blaðamanna­fundi fyrr í dag kynnti Georg Kr. Lárus­son for­stjóri LHG, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og Ólöf Birna Ólafs­dótt­ir flugrekstr­ar­stjóri LHG, fram­kvæmd­ir á nýja flug­skýl­inu sem reisa á við skýlið sem nú er í notk­un.

Áætlað er að nýja skýlið verði til­búið fyr­ir mitt næsta ár en það mun telja um 2.822 fer­metra til viðbót­ar við gamla skýlið.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra á blaðamanna­fundi Land­helg­is­gæsl­unn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Við erum kom­in með þrjár full­bún­ar björg­un­arþyrl­ur og fyr­ir þær eru ekki pláss og held­ur ekki viðeig­andi aðstaða fyr­ir starfs­menn hér á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Með þessu held ég að við séum að koma veru­lega til móts við þá aðstöðu sem Land­helg­is­gæsl­an á skilið. […] Þetta eru búin að vera ótrú­leg tvö ár með óveðrum, snjóflóðum, aur­skriðum eld­gosi og heims­far­aldri, þannig að Land­helg­is­gæsl­an hef­ur auðvitað gengt stóru hlut­verki í öll­um þeim at­b­urðum,“ sagði Áslaug í sam­tali við mbl.is.

Gamla skýlið barn síns tíma
Að sögn Georgs Kr. Lárus­son­ar, for­stjóra LHG, er skýlið sem nú er í notk­un löngu orðið barn síns tíma enda hafi það verið byggt á tím­um seinni stríðsár­anna, eða 1943, af breska flug­hern­um.

Stenst það hvorki ör­yggis­kröf­ur né rúm­ar það flug­flota LHG. Hef­ur það meðal ann­ars leitt til þess að loft­för hafi verið geymd ut­an­dyra sem er ekki æski­legt enda eru þetta viðkvæm tæki sem þola illa að standa þar til lengri tíma. Auk þess hef­ur starfs­mannaaðstaðan verið ábóta­vön.


Georg Kr. Lárus­son for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Eins og mál­in eru í dag þá er eng­in hvíld­araðstaða fyr­ir áhöfn eða aðra starfs­menn. Áhafn­ir eru oft að koma úr krefj­andi út­köll­um og á leið í önn­ur. Þá er mjög gott að hafa af­drep þar sem menn geta safnað kröft­um fyr­ir næsta verk­efni,“ sagði Georg.

Með til­komu nýja skýl­is­ins verður bætt úr þessu en það mun hýsa skrif­stof­ur flug­deild­ar, mötu­neyti starfs­manna, bún­ings­klefa og hvíld­ar­rými starfs­fólks.

Ólöf Birna Ólafs­dótt­ir flugrekstr­ar­stjóri kynn­ir fram­kvæmd­ir á nýja skýl­inu á blaðamanna­fundi fyrr í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Aðal­atriðið er þó aukið rými und­ir flug­flot­ann en með nýja skýl­inu verður loks sér rými fyr­ir þær vél­ar sem sinna ein­göngu út­köll­um og annað fyr­ir lang­tíma geymslu og þar sem viðhaldi er sinnt.

Seg­ir Georg það bæði stuðla að betra starfi LHG þar sem auðveld­ara verður að fara í út­köll og einnig eld­vörn­um en eins og staðan er núna er all­ur floti Gæsl­unn­ar und­ir sama þaki sem er ekki æski­legt ef eld­ur skildi koma upp.

Hægt að færa það af flug­vell­in­um
Líkt og fram kom í máli Áslaug­ar hef­ur umræða um viðveru Reykja­vík­ur­flug­vall­ar haft áhrif á bygg­ingu nýs flug­skýl­is.

Að sögn Georgs ligg­ur nú fyr­ir að flug­völl­ur­inn standi til árs­ins 2032 hið minnsta. Hins veg­ar sé gott að vita til þess að skýlið verði byggt með þeim hætti að hægt verði að skrúfa það í sund­ur og færa milli svæða, ef að því skyldi koma.

Áslaug tek­ur und­ir þau orð. „Ef það verður staðan í ein­hverri ná­inni eða fjar­lægri framtíð þá verður au­vitað að vera hægt [að færa skýlið] en á meðan að það er enn þá óljóst þá tel ég ófor­svar­an­legt að byggja ekki og tryggja þá aðstöðu sem Land­helg­is­gæsl­an þarf fyr­ir sitt fólk og sinn búnað.“

Upp­hafið af fram­kvæmd­inni velt­ur nú á útboði jarðvinn­unn­ar og hef­ur það núþegar verið aug­lýst. Stefnt er á að hefja störf um leið og því lýk­ur. Örygg­is­fjar­skipti ehf. munu síðan ann­ast bygg­ingu flug­skýl­is­ins.

Heimild: Mbl.is