Home Fréttir Í fréttum Héðinsreitur tekur á sig mynd

Héðinsreitur tekur á sig mynd

240
0
Bakgarður. Hugmyndin er að skapa borgargarð sem tengdur verður við þjónustu og veitingasölu á reitnum Teikning/Arkþing - Nordic

Ró­bert Aron Ró­berts­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Festi, áform­ar að hefja upp­steypu á fyrsta áfanga Héðins­reits í Reykja­vík um ára­mót­in. Þær íbúðir verði til­bún­ar í árs­lok 2023.

<>

Fram­kvæmd­ir við ann­an áfanga hefj­ist svo að óbreyttu í árs­lok 2022 eða snemma árs 2023.

Hér má sjá teikn­ing­ar af fyr­ir­huguðum fjöl­býl­is­hús­um. Hönn­un­in er langt kom­in en ekki er um end­an­legt út­lit að ræða. Ríf­lega 200 íbúðir verða byggðar í áföng­um eitt og tvö.

Til viðbót­ar er verið að byggja um hundrað íbúðir Mýr­ar­götu­meg­in á reitn­um. REIR verk fer með þá upp­bygg­ingu og er upp­steypa á kjall­ar­an­um langt kom­in.

Við Ánanaust. Áformað er að reisa húsið lengst til vinstri og miðju­húsið í fyrsta áfanga. Teikn­ing/​Arkþing – Nordic

Fjöl­býl­is­hús­in sem Fest­ir reis­ir í fyr­ir­huguðum tveim­ur áföng­um eru sam­tals um 30.000 fer­metr­ar með sam­eign, bíla­stæðum í kjall­ara og at­vinnu­hús­næði á jarðhæð. Íbúðirn­ar verða að meðaltali tæp­ir 100 fer­metr­ar að meðtal­inni geymslu.

End­ur­gerð gamla Héðins­húss­ins í Center­Hót­el Granda var fyrsta skrefið í end­ur­nýj­un Héðins­reits­ins. Þar hef­ur verið opnað 195 her­bergja hót­el með veit­inga­húsi.

Á næstu mánuðum stend­ur til að opna þar jafn­framt kaffi­hús og veit­inga­sölu.

Þessu til viðbót­ar hafa verið byggð íbúðar­hús hand­an göt­unn­ar við Selja­veg en Mýr­ar­götu­meg­in á þeim reit er Brikk með bakarí.

Ró­bert seg­ir að við val á fyr­ir­tækj­um í at­vinnu­rým­in á jarðhæð fjöl­býl­is­hús­anna verði horft til þess hvernig þjón­ust­an muni gagn­ast íbú­un­um. Því verði ekki aðeins horft til leigu­tekna sem hún skap­ar.

Teng­ing við net­versl­an­ir

Jafn­framt sé horft til þess að net­sala sé að fær­ast í vöxt. Ein hug­mynd­in sé að íbú­ar muni geta sótt net­p­ant­an­ir í ein­hverju þess­ara rýma þegar þeim hent­ar.

Á horni Vest­ur­götu og Selja­veg­ar. Hús­in í 2. áfanga. Center­Hót­el Grandi er lengst til hægri. Teikn­ing/​Jvantspjiker og THG arki­tekt­ar

Eins og sýnt er hér til hliðar er gert ráð fyr­ir stór­um bak­g­arði.

„Svæðið er hugsað sem borg­armiðaður garður. Það verða lif­andi göngu­ás­ar í gegn­um þenn­an garð og það kem­ur til greina að hægt verði að efna til viðburða.

Hug­mynd­in er að skapa lif­andi torg og að íbú­ar geti sótt þangað þjón­ustu, keypt veit­ing­ar og varið þar dagsparti,“ seg­ir Ró­bert og bend­ir á að marg­vís­leg þjón­usta sé í næsta ná­grenni.

Varðandi hönn­un hús­anna seg­ir Ró­bert lagða áherslu á að brjóta upp bygg­ing­armass­ann og gera svæðið mann­eskju­legra með lita­hafi sem ein­kenni hús­in í Vest­ur­bæn­um.

Arkþing – Nordic og hol­lenska arki­tekta­stof­an Jvantspjiker, í sam­starfi við THG arki­tekta, eru hönnuðir hús­anna og Studio Marco Piva frá Ítal­íu fer með inn­an­húss­hönn­un íbúða.