Home Fréttir Í fréttum Gríðarlegar breytingar fyrirhugaðar á ásýnd og innra rými Grundaskóla á Akranesi

Gríðarlegar breytingar fyrirhugaðar á ásýnd og innra rými Grundaskóla á Akranesi

153
0
Mynd: Andrúm arkitektar

Í gær fór fram kynningarfundur þar sem að kynntar voru endurbætur á húsnæði Grundaskóla og framtíðar uppbyggingu.

<>

Á næstu misserum mun ásýnd Grundaskóla breytast gríðarlega mikið eins og sjá má á þessum myndum hér að ofan.

Fyrr á þessu ári kom það í ljós að ráðast þyrfti í viðamiklar endurbætur á húsnæði Grundaskóla vegna rakaskemmda.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri stýrði fundinum.

Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla, fór yfir stöðuna frá sjónarhóli starfsmanna og nemenda.

Þar sagði Sigurður Arnar m.a. að Grundaskóli verði í húsnæðisvandræðum næstu tvö árin.

Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum árið 2024. „Markmið okkar er að Grundaskóli verði einn af glæsilegustu skólum landsins, tilbúinn til að takast á við áskoranir til framtíðar í skólamálum,“ sagði Sigurður Arnar m.a.

Kristján Garðarsson frá Andrúm arkitektum kynnti forhönnun á stjórnendaálmu og C álmu þar sem heimastofur yngsta stig verða m.a. staðsettar.

Við hönnun C álmu er allt rými húsnæðisins hannað að nýju og má nefna sem dæmi að hugað er að bættu aðgengi, betri flóttaleiðum, hljóðvist, ljósgæðum og þess háttar.

Þá er jafnframt lagt til að aukin starfsemi verði á þriðju hæð álmunnar.

Hér  má nálgast það efni sem var farið yfir á fundinum:

Kynning Sigurðar Arnars Sigurðssonar
Kynning Kristjáns Garðarssonar

Heimild: Skagafrettir.is