Home Fréttir Í fréttum 1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrri hluta ársins

1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrri hluta ársins

70
0
Samtals komu 1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tals 1.422 íbúðir komu inn á hús­næðismarkaðinn í Reykja­vík á fyrstu sex mánuðum árs­ins.

<>

Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt um íbúðaupp­bygg­ingu í Reykja­vík fyr­ir ann­an árs­fjórðung. Sam­tals voru 2.269 íbúðir í bygg­ingu við lok árs­fjórðungs­ins, en skipu­lag fyr­ir aðrar 5.175 íbúðir var aug­lýst á árs­fjórðungn­um.

Fram kem­ur í sam­an­tekt­inni að embætti bygg­ing­ar­full­trúa hafi á árs­fjórðungn­um samþykkt áform um upp­bygg­ingu 485 íbúða og að fram­kvæmd­ir hafi haf­ist við bygg­ingu 276 íbúða.

Gild­andi bygg­ing­ar­heim­ild­ir eru fyr­ir 3.169 íbúðir á lóðum með samþykktu deili­skipu­lagi.

Flest­ar þeirra, 1.835 eða 58% eru í hönd­um einkaaðila sem ætla að byggja fyr­ir al­menn­an markað. Reykja­vík­ur­borg ræður yfir bygg­ing­ar­rétti 727 íbúða sem ætlaðar eru fyr­ir al­menn­an markað og eru flest­ar þeirra fyr­ir­hugaðar í Bryggju­hverfi þar sem unnið að því að gera lóðir bygg­ing­ar­hæf­ar.

Hús­næðis­fé­lög­um hef­ur verið út­hlutað lóðum fyr­ir 540 íbúðir og þar er stærsta verk­efnið á veg­um Há­skól­ans í Reykja­vík við Naut­hóls­veg. Loks eru í samþykktu deili­skipu­lagi 37 íbúðir sem Reykja­vík­ur­borg á eft­ir að út­hluta til hús­næðis­fé­laga.

Heimild: Mbl.is