Home Fréttir Í fréttum 08.09.2021 Ofanflóðavarnir á Flateyri – víkkun flóðrásar

08.09.2021 Ofanflóðavarnir á Flateyri – víkkun flóðrásar

153
0
Snjóflóðavarnag­arðarn­ir ofan byggðar­inn­ar á Flat­eyri. www.mats.is

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og Ofanflóðasjóðs óskar eftir tilboðum í verkið: Snjóflóðavarnir á Flateyri, víkkun flóðrásar.

<>

Verkið skal framkvæma í samræmi við útboðsgögn eins og þeim er lýst í grein „0.3.1 Útboðsgögn“.

Um er að ræða verkframkvæmd. Verkið er unnið skv. teikningum og verklýsingum og felur í sér  jarðvinnu, víkkun flóðrásar við snjóflóðavarnargarðinn á Flateyri og jafnframt að hreinsa núverandi flóðrás.

Verktaki skal víkka og dýpka flóðrásina til samræmis við teikningar og útsetningargögn sem hönnuður leggur til.

Útboðsgögn afhent: 27.08.2021 kl. 10:20
Skilafrestur 08.09.2021 kl. 12:00
Opnun tilboða: 08.09.2021 kl. 13:00

Allar nánari upplýsingar um útboðið, kröfur og tæknilýsingar er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.is.

Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Beinn hlekkur á útboðslýsingu er að finna hér