Home Fréttir Í fréttum Nýr Landspítali fram úr áætlun

Nýr Landspítali fram úr áætlun

263
0
Nýr spít­ali rís nú upp úr jörðinni við Hring­braut í Reykja­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Will­um Þór Þórs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður fjár­laga­nefnd­ar, seg­ir stjórn­mála­menn bera mikla ábyrgð á því álagi sem skap­ast hef­ur á Land­spít­al­an­um og að það teng­ist ekki síst þeim seina­gangi sem ein­kenndi ákvörðun um að hefja upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut.

<>

Þetta kem­ur fram í viðtali við hann í Dag­mál­um sem helguð eru um­fjöll­un um heil­brigðismál í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga sem fram fara í sept­em­ber næst­kom­andi.

Ásamt hon­um eru gest­ir þátt­ar­ins þær Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Hann Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Aðeins hluti starf­sem­inn­ar í nýj­um spít­ala
Sam­kvæmt nú­ver­andi áætl­un­um er gert ráð fyr­ir að kostnaður við bygg­ingu nýs Land­spít­ala verði 79,1 millj­arður króna og hafa áætlan­ir varðandi verk­efnið hækkað veru­lega á síðustu árum.

Þrátt fyr­ir hinn mikla kostnað er ekki gert ráð fyr­ir nema 210 legu­rým­um í ný­bygg­ing­unni og 23 gjör­gæslu­rým­um en á Land­spít­al­an­um í heild eru rým­in 638 sam­kvæmt ný­leg­um töl­um sem heil­brigðisráðuneytið tók sam­an.

Því er ljóst að mik­ill minni­hluti þjón­ustu við sjúk­linga mun fær­ast í hina nýju risa­bygg­ingu við Hring­braut.

Því vakna spurn­ing­ar um hvort ekki stytt­ist í að taka þurfi ákvörðun um að verja öðrum 80 millj­örðum í frek­ari upp­bygg­ingu við nýj­an Land­spít­ala.

Í umræðu um þetta atriði bend­ir Hanna Katrín á að far­sæl­ast væri að beina nýju fjár­magni til upp­bygg­ing­ar ann­arsstaðar en við Hring­braut.

„Þetta hef­ur oft verið sagt að það sé hand­an við hornið að þurfa að taka slík­ar ákv­arðanir, enda var póli­tík­in mjög lengi að taka ákvörðun um það hvar á að staðsetja hann og byggja upp og þetta er mjög flók­in tækni­leg fram­kvæmd að byggja svona spít­ala. Við erum eng­ir sér­fræðing­ar í því.

Þetta er senni­lega tækni­lega flókn­asta fram­kvæmd sem við höf­um farið í og mun kosta tugi millj­arða.“

Var hann þá spurður að því hvort hann teldi að 80 millj­arða markið muni stand­ast seg­ir Will­um ekki lík­ur til þess.

„Nei ég held að þetta fari nú fram úr því. Ég held að það stefni nú þegar í það.“

Þátt­inn um heil­brigðismál má nálg­ast hér

Heimild: Mbl.is