Home Fréttir Í fréttum Karlmaður með fjöláverka eftir tíu metra fall í húsgrunn

Karlmaður með fjöláverka eftir tíu metra fall í húsgrunn

271
0
Maðurinn var við vinnu á byggingarsvæðinu á Katrínartúni. Fréttablaðið/Valgardur Gislason

Karlmaður á sextugsaldri var fluttur slysadeild með fjöláverka eftir að hafa fallið ofan í grunn á byggingarsvæði við Katrínartún í morgun.

<>

Maðurinn féll átta til tíu metra og var við meðvitund þegar viðbragðsaðilar mættu á svæðið.

„Hann er mikið slasaður og mikið brotinn eftir fallið,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við Fréttablaðið.

Maðurinn er fæddur 1968 og að var að vinna á svæðinu þar gamla WOW air húsið stóð.

Lögreglan fékk tilkynningu um málið klukkan 08:32 í morgun.

Heimild: Frettablaðið.is