Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Grindavík : Samningar vegna hönnunar á nýrri félagsaðstöðu eldri borgara undirritaðir

Grindavík : Samningar vegna hönnunar á nýrri félagsaðstöðu eldri borgara undirritaðir

96
0
Á meðfylgjandi mynd er Fannar Jónasson, bæjarstjóri fyrir miðju, auk Ástu Logadóttur frá ráðgjafafyrirtækinu Lotu ehf. og Oddi Finnjarnasyni frá THG arkítektum.

Í gær voru undirritaðir samningur vegna hönnunar á nýrri byggingu félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík við THG arkitektar og Lota ehf.

<>

Um er að ræða 1120 fermetra byggingu á tveimur hæðum sem mun tengjast núverandi íbúðum í Víðihlíð.

Miðað er við að framkvæmdin verði boðin út í tveimur áföngum, í fyrri áfanga er byggingin fullbúin að utan með lóð og fyrsta hæð fullgerð að innan.

Í öðrum áfanga verður hannaður fullnaðarfrágangur annarar hæðar að innan. Gert er ráð fyrir að hönnun ljúki í byrjun febrúar 2022.

Heimild: Grindavík.is