Home Fréttir Í fréttum Fjögur félög sameinast undir merkjum Hitatækni

Fjögur félög sameinast undir merkjum Hitatækni

169
0
Hitatækni ehf. er til húsa við Smiðjuveg 10. Ljósmynd/Aðsend

Fé­lög­in Hita­tækni, Varmi, Rafloft og Proventa munu sam­ein­ast und­ir nafni Hita­tækni, að því er greint frá í til­kynn­ingu Kontakt fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar sem hef­ur um­sjón með sam­ein­ing­unni.

<>

Sam­einað fé­lag leiðandi í loftræst­ing­um
Hið sam­einaða fé­lag verður leiðandi í inn­flutn­ingi, sölu og þjón­ustu á loftræsti­sam­stæðum og öðrum hlut­um sen tengj­ast loftræst­ingu í all­ar stærðir hús­næðis jafnt til at­vinnu­hús­næðis og heim­ila en öll fé­lög­in eru sér­hæfð í loftræsti­búnaði ásamt fjöl­breytt­um búnaði fyr­ir hita­stýr­ing­ar, kæli­kerfi, raka­tækj­um og hús­stjórn­ar­kerf­um.

„Fé­lagið hef­ur á að skipa sér­fræðing­um í öllu sem viðkem­ur loftræst­ingu, frá hönn­un og upp­setn­ingu til viðhalds og verður sér­stök áhersla lögð á að veita trausta þjón­ustu í reglu­bundnu viðhaldi loftræsti­kerfa hjá stór­um sem smá­um not­end­um.

Á síðustu árum hafa fé­lög­in komið að upp­setn­ingu og inn­leiðingu búnaðar fyr­ir mörg stærstu bygg­ing­ar­verk­efni á Íslandi, t.d. á sviði skóla, íþrótta­manna­virkja, gagna­vera, skrif­stofu­hús­næðis, hí­býla og sjúkra­húsa,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þórir Guðmunds­son hef­ur verið ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri hins sam­einaða fé­lags og mun hann hefja störf í októ­ber. Ljós­mynd/​Aðsend

Þórir Guðmunds­son hef­ur verið ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri hins sam­einaða fé­lags og mun hann hefja störf í októ­ber. Þór er verk­fræðing­ur frá Ála­borg­ar­há­skóla og hef­ur hann starfað í loftræ­sti­geir­an­um all­an sinn fer­il.

Sam­an­lögð velta nam nærri hálf­um millj­arði
Jón Þór Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður Celsius Hita­stýr­inga ehf, Friðmar M. Friðmars­son, fram­kvæmda­stjóri Hita­tækni ehf., Páll Gunn­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Varma ehf. og Guðmund­ur H. Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Raflofts ehf og Proventa ehf segj­ast all­ir hlakka til sam­starfs­ins og telja þeir sam­ein­ingu fé­lag­anna fela í sér veru­leg tæki­færi til að byggja upp stærra og öfl­ugra fé­lag sem gæti aukið þjón­ustu og þekk­ing­arstig, viðskipta­vin­um þeirra til hag­bóta.

Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um 2020 nam sam­an­lögð velta fé­lag­anna fjög­urra nærri hálf­um millj­arði eða 493 millj­ón­um á síðasta ári og skipt­ist hún svona:

Hita­tækni: 212 millj­ón­ir.
Varmi: 150 millj­ón­ir.
Raflot­ft: 108 millj­ón­ir.
Proventa: 23 millj­ón­ir.

Heimild: Mbl.is