Home Fréttir Í fréttum Set kaupir Dælur og þjónustu

Set kaupir Dælur og þjónustu

128
0
Hjalti Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölu- og rekstrarstjóri í lagnavörum í vöruhúsi Set í Reykjavík. Aðsend mynd

Röraframleiðandinn Set ehf á Selfossi hefur keypt allt hlutafé í fyrirtækinu Dælur og þjónusta ehf. sem nú síðast var í eigu Ísfells hf.

<>

Dælur og þjónusta er gamalgróið fyrirtæki sem á rætur allt aftur á fyrstu áratugi liðinnar aldar en fyrirtækið og forverar þess hafa þjónað innlendum markaði í fjölmörgum atvinnugreinum.

Hjalti Þorsteinsson starfaði lengi hjá Dælum og hefur nú verið ráðinn sölu og rekstrarstjóri í lagnavörum í vöruhúsi Set í Reykjavík.

„Reynsla hans á þessu sviði og víðtæk og góð tengsl við birgja félagsins er ásamt góðri samvinnu við tæknideild Set ætlað að veita markaðnum góða ráðgjöf,“ segir í fréttatilkynningu.

Set mun bjóða upp á búnað og lausnir frá viðurkenndum aðilum á sviði dælutækninnar samhliða ýmsum öðrum hliðarvörum með framleiðslu fyrirtækisins og sérsmíði.

Þessi útvíkkun á starfseminni er sögð rökrétt framhald af vaxandi aðkomu félagsins að hönnun og tæknilegum úrlausnarefnum á fjölbreyttum lagnasviðum fyrir veitustofnanir og ýmsa atvinnuvegi.

Hjá Set starfa nú um 90 manns í aðalstöðvum félagsins á Selfossi, í vöruhúsi í Klettagörðum, verkmiðju Set Pipes GmbH í Haltern am See í sambandsríkinu Nord Reihn Westphalia í Þýskalandi og nýrri söluskrifstofu félagsins Set Pipes AS í Frederikshavn á norður Jótlandi í Danmörku.

Heimild: Vb.is