Home Fréttir Í fréttum Bíða spennt eftir að hraunið flæði yfir skurðinn

Bíða spennt eftir að hraunið flæði yfir skurðinn

201
0
Grafinn hefur verið skurður í mynni Nátthaga og í hann lagðar lagnir, rör og ýmsar tegundir af einangrunar- eða fylliefnum. Ljósmynd/Landsnet

Graf­inn hef­ur verið skurður í mynni Nátt­haga í ná­grenni við gosstöðvarn­ar og í hann lagðar lagn­ir, rör og ýms­ar teg­und­ir af ein­angr­un­ar- eða fylli­efn­um.

<>

Þar á svo að freista þess að mæla áhrif hraun­rennsl­is á lagn­ir í jörðu.

Frá þessu grein­ir Landsnet í til­kynn­ingu.

Verk­efnið snýst um að freista þess að mæla áhrif hraun­rennsl­is á lagn­ir í jörðu. Ljós­mynd/​Landsnet

Þar seg­ir, að Landsnet hafi fengið af­not af öðrum enda skurðsins og í hann verði sett­ur strengs­and­ur og hann þjappaður eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um.

Þá verði hita­mæl­ar sett­ir í skurðinn og svo sé fyllt upp í hann.

„Svo bíðum við spennt og von­umst til þess að hraunið renni yfir skurðinn. Heppn­ist þessi til­raun von­umst við til þess að eign­ast mæl­iniður­stöður sem telja má ein­stak­ar á heimsvísu og verða mjög mik­il­vægt inn­legg í vitn­eskju um áhrif hraun­flæðis á jarðstrengi og aðra innviði sem grafn­ir eru í jörðu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heppn­ist þessi til­raun þá er von­ast til þess að vís­inda­menn eign­ist mæl­iniður­stöður sem telja megi ein­stak­ar á heimsvísu. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá kem­ur fram að aðrir sem komi að þessu verk­efni séu m.a. Al­manna­varn­ir, Jarðvís­inda­stofn­un HÍ, Veður­stofa Íslands, Lands­virkj­un, Neyðarlín­an, Verkís, Efla, Míla, Gagna­veit­an, Tensor, Raf­holt o.fl.

Heimild: Mbl.is