Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá

Opnun útboðs: Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá

396
0

Opnun tilboða 17. ágúst 2021.

<>

Bygging nýs Þverárfjallsvegar í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, um 3,3 km að lengd.

Á Skagastrandarveg skal byggja nýja 106 m langa brú á Laxá í Refasveit.

Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Einnig skal byggja nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.

Helstu magntölur eru:

Vegagerð

­ Fyllingar/fláafleygar úr skeringum 151.000 m3
­ Fyllingar úr námum 121.000 m3
­ Bergskering 2.450 m3
­ Ræsalögn 1.000 m
­ Styrktarlag 80.500 m3
­ Burðarlag 23.200 m3
­ Tvöföld klæðing 102.000 m2
­ Malbik 4.100 m2
­ Malarslitlag 920 m3
­ Vegrið 1.930 m
­ Girðingar 20 km
­ Rafstrengur vegna veglýsingar 1.300 m
­ Ljósastólpar 32 stk.
­ Frágangur fláa og hliðarsvæða 440.000 m2

Brúargerð

­ Vegrið 252 m
­ Gröftur 935 m3
­ Fylling við steypt mannvirki 5.000 m3
­ Bergskering 50 m3
­ Bergboltar 102 stk.
­ Mótafletir 2.791 m2
­ Steypustyrktarstál 122 tonn
­ Spennt járnalögn 27,31 tonn
­ Steypa 1.331 m3
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2023.